Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5806 svör fundust
Hvað er að vera „tussulegur“ og hvaðan kemur það?
Orðið tussa merkir ‘poki, tuðra; kvensköp, lastyrði um konu’ og þekkist í málinu frá 19. öld. Af nafnorðinu er leidd sögnin tussast (til einhvers) ‘sneypast til að gera eitthvaðð’ og lýsingarorðið tussulegur ‘leiðinlegur (um fólk og veður). Skylt er nafnorðið tussi ‘poki; tittlingur á hundi’. Lýsingarorðið tus...
Hvað merkir orðið snúlla, hvaðan kemur það og er það enn notað?
Litlar heimildir eru um orðið snúlla og uppruna þess. Engin dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og orðið finnst ekki í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Orðið er ekki heldur fletta í Íslenskri orðabók Eddu. Á vefnum timarit.is er talsverður fjöldi dæma um kvenmannsnafnið Snúlla og karl...
Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...
Hvar á jörðinni er hægt að sjá miðnætursól?
Miðnætursól (e. midnight sun) er þegar sólin er á lofti á miðnætti samkvæmt sólartíma, það er að segja þegar hún er lægst. Með öðrum orðum sest sólin þá ekki í að minnsta kosti sólarhring. Þetta getur gerst bæði mjög norðarlega og mjög sunnarlega á jörðinni, þegar sumar er á viðkomandi stað. Umræða um þetta og ski...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?
Sumir virðast halda að allt, eða að minnsta kosti flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kóka...
Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?
Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum. Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggorm...
Af hverju kallast þeir Geldingadalir þar sem nú gýs á Reykjanesskaga?
Upprunalegu spurningarnar hljómuðu svona: Eru til skýringar á uppruna örnefnisins „Geldingadalur“ á Reykjanesskaga? Nafnið á nýja gossvæðinu er sagt Geldingadalur stundum í fjölmiðlum. Örnefnasjá Landmælinga gefur hins vegar bara upp fleirtöluna, Geldingadalir. Á að nota það eða má nota bæði? Þann 19. mars ...
Hvaða tegundir spendýra lifa fyrst og fremst á maurum?
Maurar (Formicidae) eru stór ætt skordýra með yfir 22 þúsund tegundir. Þeir hafa alheimsútbreiðslu og finnast á öllum meginlöndum nema Suðurskautslandinu, einnig hafa maurar ekki fundist á nokkrum eyjum, meðal annars Grænlandi og einhverjum Kyrrahafseyjum. Frá 1977 hafa maurabú fundist á hverju ári á Íslandi og te...
Hvernig breiddist íslam út?
Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...
Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?
Ekki er auðvelt að skilgreina hugtakið tungumál því munurinn á tungumáli og mállýsku er ekki skýr og oft tengist hann þjóðerni og stjórnmálum. Til dæmis geta Svíar og Norðmenn yfirleitt skilið hvora aðra þótt sænska og norska séu talin tvö tungumál. Á hinn bóginn geta þeir sem tala mandarínsku og kantónsku ekki sk...
Hvað er líparít?
Líparít, sem einnig nefnist ljósgrýti (samanber blágrýti og grágrýti), en sumir nefna „rhýólít" eftir enska heitinu, er súrt gosberg. „Gosberg" þýðir að það hefur myndast í eldgosi og þess vegna storknað tiltölulega hratt, en „súrt" merkir að hlutfall kísils (SiO2) í berginu er hærra en 65% af þunga, og oft um 70%...
Hvernig hljóðar lengsta orð í heimi á íslensku?
Lengi gekk orðið vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr milli manna sem lengsta orð íslenskrar tungu. Spurt hefur verið hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð tungunnar og Guðrún Kvaran hefur svarað því til hér að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt. Lengi gekk orði...
Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)?
Með framlegð af tiltekinni sölu er átt við muninn á tekjum vegna sölunnar annars vegar og breytilegum kostnaði vegna hennar hins vegar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að tala um framlegð við sölu á þjónustu, alveg eins og við sölu á vörum. Þannig gæti fyrirtæki til dæmis selt vinnu starfsmanns til viðskiptav...
Hvað geta kanínur orðið gamlar?
Kanínur eru spendýr og tilheyra flokki sem nefnist á fræðimáli Lagomorpha og ættinni Leporidae. Innan þeirrar ættar eru einnig hérar. Í reynd tiheyra kanínur nokkrum ættkvíslum og eru tegundir innan ættkvíslanna Oryctolagus og Sylvilagus. Sú tegund sem við þekkjum best er evrópska tegundin Oryctolagus cuniculu...