Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er eitt áratog langt?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...
Hvort frýs heitt eða kalt vatn hraðar?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvort frystist heitt eða kalt vatn betur? Gert er ráð fyrir að í upprunalegu spurningunni sé spurt um hvort heitt eða kalt vatn frjósi hraðar. Stutta svarið við þeirri spurningu (að mati höfundar) er nei, heitt vatn frýs ekki hraðar en kalt vatn. Málið er hins vegar f...
Ef ég mynda ónæmi fyrir einni útgáfu af COVID-19 hef ég þá nokkuð vörn fyrir öllum stökkbreyttu útgáfunum?
Upprunaleg spurning Bjarna var í löngu máli: Er hjarðónæmi eða bólusetning óraunhæf vörn vegna fjölda stökkbreytinga? Ef sá sem myndar ónæmi fyrir einni útgáfu af veirunni sem veldur COVID-19 vantar þá ekki enn vörn fyrir 569 stökkbreyttum útgáfum? Miðað við að Íslensk erfðagreining hefur hingað til samkvæmt Kára ...
Af hverju eru sumar veirur lífshættulegar en aðrar valda nær engum skaða?
Sýklar eins og bakteríur, sveppir og veirur þróast vegna náttúrulegs vals, þar sem bestu gerðirnar í stofninum á hverjum tíma aukast í tíðni, en hinar gerðirnar lækka í tíðni. Margar veirur ganga hart fram gegn hýslum sínum, en aðrar eru mun mildari. Við þekkjum SARS-CoV-2-veiruna sem frekar illvíga, á meðan hinar...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Hvað felst í gjaldstefnu?
Orðið gjaldstefna er stundum notað í svipaðri merkingu og verðstefna. Eins og nöfnin benda til er einfaldlega átt við þá stefnu sem fyrirtæki (eða einstaklingur eða stofnun) hefur markað varðandi það hvernig verðskrá (gjaldskrá) fyrirtækisins er ákveðin. Með öðrum orðum ræður verðstefna (gjaldstefna) fyrirtækis þv...
Hvað er genastjórnun?
Orðið genastjórnun gæti átt við stjórn gena á eiginleikum eða einkennum lífvera. Hvernig stjórna gen til dæmis því að sumir menn eru brúneygðir en aðrir bláeygðir og sumir svarthærðir en aðrir rauðhærðir? Genastjórnun gæti líka átt við stjórnun á starfsemi einstakra gena eða genahópa. Miklar rannsóknir hafa fa...
Eru til stjörnukíkjar á Íslandi sem gera manni kleift að sjá aðrar plánetur vel og er hægt að fá aðgang að þeim?
Já, það eru til stjörnukíkjar sem sjá aðrar stjörnur vel og það er hægt að fá aðgang að þeim hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Ef þú vilt vita meira um þetta farðu þá á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Myndir teknar með svona sjónaukum má finna á www.celestron.com. Þetta svar er eftir gru...
Getur ofneysla fenolftaleins reynst skaðleg? Hvernig?
Já. Ofneysla fenolfthaleins getur valdið ógleði, uppköstum, magaverk, niðurgangi, brisbólgu og í slæmum tilfellum, lungnabólgu eða lækkuðum blóðþrýstingi. Langvarandi ofnotkun getur meðal annars valdið varanlegum skaða í ristlinum. Fenolfthalein er ekki innihaldsefni í neinu skráðu lyfi á Íslandi. Helst væri ...
Hvers vegna sleikja sum dýr sár sín?
Það virðist vera sameiginleg hegðun langflestra spendýra að sleikja sár sín. Það er kunn staðreynd að munnvatn inniheldur tvö efnasambönd sem reynast vel í baráttunni við gerla. Efnasamböndin tvö nefnast thiocyanate og lysosome, sem er einkar öflug gerlavörn og inniheldur meðal annars mucopolysaccharidase sem brýt...
Er maltöl áfengt og ef svo er, hver er styrkur alkóhóls í því?
Malt er áfengt. Alkóhólstyrkurinn er um 1% af rúmmáli, eða tæpur helmingur þess magns sem er í Pilsner (2,25% af rúmmáli). Drykkjarvörur sem selja má í almennum verslunum mega að hámarki hafa 2,25% áfengis af rúmmáli. Ástæða þess að alkóhólmagnið er ekki tekið fram á umbúðunum er tvíþætt. Annars vegar er það ek...
Er 826492640936494683648564845383565 prímtala?
Við ætlum nú ekki að leggja fyrir okkur að svara svona spurningum yfirleitt, enda mundi þá mörgum lesendum fara að leiðast þófið. Við bendum lesendum okkar í staðinn á sérstök vefsetur á veraldarvefnum þar sem fjallað er rækilega um prímtölur og ýmsar aðferðir kringum þær. Við bentum á eitt slíkt vefsetur um dagi...
Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?
Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð. Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindu...
Hvað er átt við þegar sagt er um stelpur að þær séu algjörar gellur?
Gella er slanguryrði og er notað um (glæsilega) stúlku. Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál segir um gellu (1982:40): "kona, stelpa, gljátík, tískudrós: sveitagella, snobbgella, plastgella, gellustígvél." Sumir nota orðið í neikvæðri merkingu en algengara virðist þó að nota það sem hrósyrð...
Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?
Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...