Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver var Daniel Defoe?
Daniel Defoe (1660-1731) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann var afar afkastamikill og gaf út fjölda blaðagreina, bæklinga og bóka um ýmis málefni, svo sem stjórnmál, trúmál og glæpi. Hann var einnig frumkvöðull á sviði viðskiptablaðamennsku. Hann þótti oft óvæginn í greinaskrifum sínum, jafnvel harðsvíraðu...
Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó?
Til þess að finna út úr því hversu lengi ljósið, eða maður á ljóshraða, væri að fara frá sólinni til Plútó þurfum við í fyrsta lagi að vita hversu hratt ljósið fer og í öðru lagi hversu langt er á milli sólarinnar og Plútó. Ljósið fer reyndar mishratt eftir efninu sem það fer um eins og fjallað er um í svari vi...
Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?
Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...
Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?
Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja. Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið ath...
Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...
Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?
Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getu...
Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid?
Lesendum, sem velta fyrir sér íslenskum þýðingum á enskum stærðfræðihugtökum, er bent á orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins. Það sem eftir er svarsins verður sagt aðeins frá hugtakinu prolate spheroid og íslenskri þýðingu þess. Áður hefur verið fjallað um sporbauga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við s...
Hvað á Þjóðminjasafnið mörg vopn?
Þetta er eiginlega spurning sem erfitt eða jafnvel ómögulegt er að svara. Fyrir því liggja helst tvær ástæður, annars vegar sú stóra spurning: hvað er vopn? og hins vegar er það svo, sérstaklega með mjög gamla gripi, að vonlaust er að vita hvort þeir voru nýttir sem vopn eða verkfæri. Erfitt er að segja til um það...
„Að strjúka sögunni á móti háralaginu“
Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Í fjórðu viku janúarmánaðar var fjallað sérstaklega um hugvísindi og hagfræði: Hvað eru hugvísindi? Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa? Og birt voru tvö svör um vísindamenn...
Hvað deyja margir á ári eftir árás ísbjarna?
Það eru aðallega þrjár bjarnategundir (Ursus sp.) sem ráðast á menn og valda þeim tjóni, svartbirnir, skógarbirnir og ísbirnir. Svartbirnir (U. americanus) urðu 52 manneskjum að bana á tímabilinu frá 1900 til 2003. Að jafnaði drápu svartbirnir þess vegna einn mann á tveggja ára fresti. Svipaður fjöldi hefur látið ...
Úr hverju er íslenska myntin?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...
Eru allir Íslendingar eldri en tvítugir skyldugir til að borga skatta? Hvers vegna?
Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 eru ýmis ákvæði um skattskyldu barna. Í 6. gr. laganna segir að barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sé ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna og að tekjur barns skuli taldar með tekjum foreldra. Sé vafi á hvort foreldri eigi í hlut gildir sú viðmið...
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?
Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...
Hver var gyðingurinn gangandi?
Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...