Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1252 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?

Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða barði er í orðinu hjólbarði?

Orðið barði hefur fleiri en eina merkingu samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 I:90). Það merkir í fyrsta lagi ‘skip með járnbarði; skjöldur’, í öðru lagi ‘beinhákarl, barðfiskur’, í þriðja lagi ‘illeppur með garðaprjóni og mislitum röndum’ og í fjórða lagi ‘slitgúm á hjóli farartækis’. Það er síðasta merkingin sem hé...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Tyrkir og hvað þýðir þetta mannsnafn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir nafnið Tyrkir? Nafn Þjóðverjans sem fann vínberin á Vínlandi með Leifi Eiríkssyni. Tyrkir hét fóstri Leifs heppna Eiríkssonar og segir frá honum í fjórða kafla Grænlendinga sögu. Hann var sagður suðurmaður sem er annað heiti yfir Þjóðverja. Kvöld nokkurt fannst hann ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er gróður í Surtsey?

Surtsey myndaðist í gosi sem hófst í nóvember 1963. Við gosið hlóðst upp eyja sem í upphafi var algerlega gróðurlaus. En fljótlega eftir að hún myndaðist urðu menn varir við að fræ og aðrir plöntuhlutar bárust þangað, en plöntur hafa ýmsa möguleika á að dreifa sér til nýrra staða. Surtsey séð úr lofti. Horft er ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?

Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju hafa Danir verið kallaðir Baunar?

Hér er einnig svarað spurningu Jóns Viðars Baldurssonar og Arnars Skjaldarsonar, sama efnis. Ekki er alveg ljóst hvers vegna Íslendingar völdu niðrunarorðin Bauni eða Baunverjar um Dani en helst er sú notkun tengd innflutningi á baunum til landsins frá Danmörku. Til dæmis tengir Ásgeir Blöndal Magnússon saman b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er fóvella, sem Fóvelluvötn á Sandskeiði draga nafn sitt af?

Fóvella er gamalt orð yfir fugl sem nú til dags er kallaður hávella (Clangula hyemalis). Hávellan er af andaætt og verpir á Íslandi. Einnig eru til orðmyndirnar fóella og fóerla. Í seinni myndinni er liðurinn -erla ummótaður til samræmis við fuglsheitið erla. Heimildir: Íslensk orðabók, 3. útg., ritst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu?

Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:ogvera (so.)aðíáþaðhannégsemhafa Hægt er að lesa meira um tíðni orða og bókstafa í svari við spurningunni Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Eins eigum við svar við spurningunni Hvaða orð er oftast notað í heiminum? og svo væri gagnl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Fossvogsdalurinn til og hvað eru Fossvogslögin?

Reykjavíkurgrágrýtið svonefnda þekur mikinn hluta Reykjavíkursvæðisins, frá Mosfellsdal í norðri og suður fyrir Hafnarfjörð. Aldur þess er óviss, en sennilega er að minnsta kosti yngsti hluti þess frá upphafi síðasta hlýskeiðs fyrir um 120.000 árum. Eitt sinn var talið að Reykjavíkurgrágrýtið hefði komið ú...

category-iconÞjóðfræði

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?

Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?

Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur. Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psoc...

Fleiri niðurstöður