Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust
Hvað er drep?
Í orðabanka Íslenskrar málstöðvar sem nálgast má á netinu er orðið drep notað sem þýðing á nokkrum hugtökum. Eitt þeirra er orðið infarction sem er notað til dæmis í sambandi við hjartaáfall og heilablóðfall, það er þegar hluti af hjarta- eða heilavef drepst vegna súrefnisskorts. Drep er líka notað yfir orðið n...
Hvernig þekkir maður í sundur stafafuru og bergfuru?
Stafafura og bergfura eru báðar svokallaðar tveggja nála furur, sem þýðir að nálarnar eru tvær og tvær saman í knippum. Auk þess skarast ýmis augljós einkenni og mælanlegar stærðir milli þeirra. Nálar stafafuru eru til dæmis 3-5 cm langar en 3-6 cm langar á bergfuru, könglar eru svipaðir að stærð og svo framvegis....
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?
Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...
Hvað er kulnun í starfi?
Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað. Auðvitað er fólk mi...
Hvað eru mörg efni í líkamanum (ég vil fá nákvæma tölu)?
Samkvæmt svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru helstu frumefni líkamans? eru 26 frumefni í líkama okkar. Fjögur þeirra, súrefni, kolefni, vetni og nitur eru langalgengust því samtals eru þau um 96% af líkamsmassa okkar. Önnur níu eru samtals 3,9% af líkamsmassanum. Það eru kalk, fosfór, kal...
Hvað getið þið sagt mér um tígrisfiskinn sem lifir í Kongó-fljóti?
Nokkrar tegundir afrískra ferskvatnsfiska af ættkvíslinni Hydrocynus nefnast tigerfish á ensku og mætti því kalla þá tígrisfiska á íslensku. Ættkvíslin tilheyrir ætt afrískra tetrafiska (Alestiidae). Þessi ættkvísl finnst hvergi nema í afrísku ferskvatni. Meðal tegunda eru Hydrocynus vittarus, H. forskahlii o...
Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...
Af hverju er sykursýki tiltölulega óalgeng á Íslandi?
Tíðni sykursýki er mjög lág á Íslandi einkum hjá íslenskum konum. Þekktir erfðaþættir skýra ekki þennan mun því þeir eru svipaðir og annars staðar. Hár þyngdarstuðull er áhættuþáttur sykursýki en fólk á Íslandi hefur hærri þyngdarstuðul en flestir Evrópubúar. Ólíklegt er að hreyfing sé meiri hér en annars staðar í...
Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...
Af hverju heitir gyllinæð þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaðan kemur orðið gyllinæð? Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð: Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi. Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í ...
Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?
Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...
Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?
Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og...
Hvað er blýeitrun?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý? Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun....
Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...