Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1909 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve hratt fer Boeing 747?

Þota af gerðinni Boeing 747 flýgur á um 85% af hljóðhraða (0.855 Mach). Þetta eru um 912 km/klst. Þessi þota, einnig kölluð júmbóþota vegna stærðar sinnar, er mikið notuð bæði í farþegaflugi og vöruflutningum. Hún er þá helst notuð á löngum flugleiðum, svo sem milli á milli London og Singapore eða milli Los Angele...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er kurteisi?

Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...

category-iconLandafræði

Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?

Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru til aðrir alheimar?

Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?

Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...

category-iconTrúarbrögð

Hvað stóð í saltara?

Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum. Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem lí...

category-iconLæknisfræði

Er ekki hægt að fá mænudeyfingu ef maður er með tattú á mjóbakinu?

Á undanförnum árum hefur orðið æ algengara að ungar konur fái sér húðflúr eða tattú á neðri hluta baks. Oft eru þessi tattú á lendarhrygg á því svæði sem mænudeyfingar og utanbastsdeyfingar vegna fæðinga eru lagðar. Lyf sem notuð eru við mænu- og utanbastsdeyfingar eru þaulrannsökuð og vitað að þau eru örugg. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað blikkum við augunum oft á dag?

Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að okkur?

Ástæðan fyrir þessu tengist sjávarföllunum sem við sjáum á hverjum degi við strendur landsins. Sjávarföllin verða af því að þyngdarkrafturinn frá tungli á jörðina er meiri á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr að tungli heldur en í miðju jarðarinnar og hins vegar minni á þeirri hlð jarðar sem snýr frá tunglinu. Þetta...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?

Sjúklingur þarf að taka tvenns konar lyf, annars vegar lyf A og hins vegar lyf B. Mikilvægt er að taka einungis eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B á hverjum degi þar sem það getur haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér að taka fleiri en eina töflu af hvoru lyfi. Auk þess er mjög mikilvægt að taka bæð...

category-iconNæringarfræði

Er það rétt að Íslendingar fyrr á tíð hafi borðað lungu úr sauðfé?

Upprunalega spurnignin hljóðaði svona: Ég hef hvergi lesið að lungu úr sauðfé hafi verið notuð til matar. Voru þau ekki borðuð? Lambalungu voru borðuð á Íslandi, soðin eða steikt, súr eða reykt. Lambalungu voru meðal annars soðin heil, étin ný eða sett soðin í súr. Líka þekktist að þau væru höfð í pylsur og...

category-iconFélagsvísindi

Er til íslensk sérsveit?

Í stuttu máli, já. Íslenska sérsveitin heyrir undir ríkislögreglustjóra og er hún vopnuð sérsveit lögreglunnar, stundum kölluð Víkingasveitin. Hún var stofnuð 19. október árið 1982 en þá höfðu fyrstu sérsveitarmennirnir hlotið viðeigandi þjálfun hjá norsku sérsveitinni. Þá þótti orðið löngu tímabært að hafa vopnað...

Fleiri niðurstöður