Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8288 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Ragnhildur Helgadóttir stundað?
Ragnhildur Helgadóttir er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hennar sérsvið eru þrjú: samanburðarstjórnskipunarréttur, réttarsaga og stjórnskipunarréttur - en aðalefni hans eru hlutverk og samspil æðstu handhafa ríkisvaldsins (til dæmis forseta og Alþingis) og mannréttindi. Þá hefur hún einnig unnið me...
Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?
Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...
Hvað er Stóridómur?
Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...
Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?
Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi: Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín? Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin ...
Hver fann upp Jesú?
Erfitt er að fullyrða með vissu hvort Jesús hafi í raun og veru verið til eða ekki. Því er erfitt að svara þessari spurningu. Þau sem eru kristin telja að Guð hafi fundið upp Jesú. Sumt fólk sem ekki er kristið telur að Jesús hafi verið til en ekki verið sonur Guðs, það er að segja ekkert öðruvísi en aðrir. Hugsan...
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?
Þessari spurningu er erfitt að svara mjög nákvæmlega þar sem veraldarvefnum er ekki miðstýrt; því hefur enginn upplýsingar um allar heimasíður sem hann geymir. Aftur á móti eru til heimasíður sem hafa nokkuð góðar skrár yfir umferð á vefnum. Á heimasíðunni Alexa.com er til að mynda hægt að nálgast lista yfir 500 m...
Getið þið sagt mér frá gríska guðinum Aresi?
Ares var grískur guð stríðs, hugrekkis, reiði og ofbeldis. Hann var ekki sérlega vinsæll, hvorki meðal guða né manna, og því var Aþena, gyðja visku og herkænsku, oft frekar tilbeðin og henni færðar fórnir í hans stað. Ares þótti frekar einfaldur guð sem lét sig litlu varða hvort hann ynni stríð eða bardaga bara ef...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hvernig var heimsmynd Fornegypta?
Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...
Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...
Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?
Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...
Við vitum að fitufrumum getur ekki fjölgað eftir ákveðinn aldur, en getur þeim þá fækkað með einhverjum hætti?
Á meðan líkami okkar er að vaxa getur fitufrumum okkar fjölgað. Flestir eru búnir að taka út allan vöxt þegar eitthvað er liðið á unglinsárin og eftir það fjölgar fitumfrumum líkamans því ekki. En fitufrumunum í okkur getur ekki fækkað. Þær geta aðeins minnkað með hreyfingu og brennslu. Hægt er lesa meira um...
Hvar er Adolf Hitler grafinn?
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, féll fyrir eigin hendi í Berlín þann 30. apríl 1945 eins og lesa má í svari við spurningunni Hvenær dó Hitler? Ástkona hans til margra ára, Eva Braun (sem varð reyndar Eva Hitler aðeins nokkrum klukkustundum áður þegar þau gengu í hjónaband) fyl...
Eiga plöntur forfeður?
Sterkar líkur eru taldar fyrir því að líf hafi kviknað hér á jörðu fyrir um 3500 milljónum ára. Jafnvel er talið að lífið hafi kviknað nokkur hundruð milljón árum fyrr eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? Það leið hins vegar langur tími ...