Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1284 svör fundust
Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Friðrik Magnus rannsakað?
Friðrik Magnus er vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans og leggur stund á rannsóknir í efniseðlisfræði. Sérsvið hans er þróun nýrra fastra efna, sér í lagi segulefna, með aðferðum nanótækninnar. Föst efni svo sem málmar, hálfleiðarar og einangrarar eru undirstaða allrar tækni. Allt frá bronsöld til okk...
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...
Hvaða orðasambönd tengjast buxum?
Orðið buxur er þekkt í málinu frá því á 16. öld. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1576:Prestar skulu ei bera […] fellda understacka, stuttvijdar buxur. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:96) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku buxe, boxe sem aftur er stytting á *buckhose. Buck í þýs...
Hver er uppruni orðsins bakkelsi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti? Hér er einnig svarað spurningu Viktors:Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat? Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og e...
Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?
Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn he...
Hvað er rétt málfræði?
Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt þar sem fræðimenn og aðrir eru ekki alltaf sammála um hvað sé rétt málfræði tungumáls. Það á oftast við um einstök atriði, svo sem beygingu einstakra orða, ef um beygingarmál er að ræða, en um meginatriðin eru menn yfirleitt sammála. Þegar tungumál er rannsakað og má...
Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?
Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...
Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?
Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...
Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma? Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu...
Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...
Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?
Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tung...
Getið þið sagt mér allt um ána Níl?
Áin Níl er talin lengsta á í heimi. Hún er 6.690 km á lengd. Áin er í raun tvær ár sem sameinast; Bláa Níl og Hvíta Níl. Hvíta Níl á upptök sín á vatnasvæðinu mikla fyrir vestan Kenía. Stærsta uppsprettan er í Rúanda. Bláa Níl á upptök sín í Tanavatni í Eþíópíu og sameinast Hvítu Níl rétt hjá Kartúm, höfuðborg Súd...
Eru fleiri manneskjur lifandi í dag heldur en nokkurn tímann hafa dáið?
Eins og kemur fram í þessu svari eru núlifandi jarðarbúar rúmlega 6 milljarðar. Í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Hvað hafa margir fæðst á jörðinni? kemur hins vegar fram að alls hafi um 27,5 milljarðar manna fæðst hingað til. Af þessu má draga þá ályktun að 21,5 milljarður hafi dáið. Svarið við spurn...
Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?
Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...