Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6228 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?
Dóra S. Bjarnason var prófessor í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra...
Af hverju er Þorláksmessa merkileg og hvaða hefðir tengjast henni?
Þorláksmessa á vetur 23. desember hlaut óhjákvæmilega að tengjast jólahaldi á Íslandi vegna nálægðar sinnar í tíma. Hún er annars dánardagur Þorláks Skálholtsbiskups Þórhallssonar, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198, fimm árum eftir dauða sinn. Hinn 20. júlí árið 1237 voru bein hans tekin úr jörðu og lögð ...
Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?
Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...
Hversu alvarleg geðveiki hrjáði Jón Magnússon sem ritaði píslarsöguna?
Jón Magnússon ritaði píslarsögu sína 1658-1659 þá tæplega fimmtugur. Þar greinir hann frá hremmingum þeim sem hann hafði orðið fyrir til líkama og sálar og rekur til galdramanna sveitunga sinna. Þetta var á þeim tíma sem svonefnt galdrafár grúfði yfir Evrópu og teygði anga sína til Íslands, einkum Vestfjarða. Munu...
Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...
Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?
Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...
Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?
Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, of...
Hvernig virka orgel?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig virka kirkjuorgel? Í íslensku er orðið orgel bæði notað um hljóðfærið sem hefur pípur og gömlu fótstignu hljóðfærin. Erlendis er orðið orgel ekki notað um fótstignu hljóðfærin heldur eru þau nefnd harmóníum enda er virkni þeirra allt önnur. Í þessu svari er fyrst o...
Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ. Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi? Ég er að byrja með íslenskt sveitabakarí Noregi. Rúgbrauðsuppskrift eftir Lóu langömmu frá Sjöundaá á Rauðasandi. Hennar uppskrift er ca. 150 ára gömul höldum við. Ég er á facebook. Íslensk Gårdsbakeri Gudny fra Bonhaug. Vona að...
Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir?
Elsta ritheimild um orðið jólasvein er frá síðari hluta 17. aldar, í Grýlukvæði sem eignað er Stefáni Ólafssyni presti í Vallanesi. Þar er orðið í fleirtölu, eins og nær alltaf þegar vísað er til þessara fyrirbæra. Í Grýlukvæði Stefáns er enginn sveinanna nafngreindur. Elsta heimild sem tilgreinir fjölda jólasv...
Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?
Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...
Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?
Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...
Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir?
Höfundur þessa svars hefur áður svarað tveimur spurningum sem beint var til Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave-samninga: Hvað hefði Lee Buchheit-samningurinn kostað ef hann hefði verið samþykktur? Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir? Þegar fyrra svarið ...
Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss k...
Hvað eru mörur?
Mara er, samkvæmt gamalli þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðin af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Þessi þjóðtrú var útbreidd víða í Norður-Evrópu, svo sem á Bretlandseyjum (samanber nightm...