Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8275 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var David Ricardo og fyrir hvað er hann helst þekktur?

David Ricardo var hagfræðingur og kaupsýslumaður. Hann fæddist í Lundúnum vorið 1772 og dó haustið árið 1823 á sveitasetri sínu. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, Thomas Malthus og John Stuart Mill.1 Ricardo var af gyðingaættum. Faðir hans, Abraham Ricardo, flutti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?

Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Nikola Tesla og hvert var framlag hans til vísindanna?

Nikola Tesla var af serbneskum ættum og fæddist í smábænum Smiljan í Austurríki-Ungverjalandi (nú hluti af Króatíu) árið 1856. Ungur að árum fékk hann ýmsar framúrstefnulegar hugmyndir, til dæmis að í framtíðinni yrði mögulegt að varpa myndum sem fólk sæi fyrir sér í huganum upp á skjá, smíða vélmenni sem hegðuðu ...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?

Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?

Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?

Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...

category-iconStærðfræði

Hvað er talnalæsi?

Talnalæsi er glöggskyggni á tölur sem koma fyrir í hversdagslegu lífi og færni í meðferð talna. Talnalæsi er ekki háð því að hafa lært mjög mikið í stærðfræði heldur að hafa sjálfstraust til að nýta kunnáttuna vel. Talnalæsi kemur meðal annars við sögu í meðferð fjármuna, og mælingu á tíma, lengd, fjarlægð, rými o...

category-iconJarðvísindi

Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér? Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

category-iconHeimspeki

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?

Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp símann?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...

Fleiri niðurstöður