Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2055 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?

Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sniglar slímugir?

Meginhlutverk slímsins (e. mucus) sem sniglar seyta frá sér, er að gera hreyfingar eða skrið þeirra auðveldara, koma í veg fyrir að fóturinn verði fyrir meiðslum og minnka mótstöðu þegar þeir skríða um jarðveginn. Einnig hafa líffræðingar sem rannsakað hafa lífshætti snigla, komist að því að við óhentug skilyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?

Orðið, sem spurt er um, er til í fleiri en einni mynd: fíton, fítón og fítónn. Elsta merking er '(heiðinn) spásagnarandi' en síðar er það einnig notað í merkingunni 'reiði, æði, æðisgangur'. Í nútímamáli er það oftast fyrri liður í samsetningunni fítonsandi sem einnig er til í myndunum fítúnsandi, fítungsandi og f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur minkur verið lengi í kafi?

Minkur (Mustela vison) hefur aðlagast vel að lífi nálægt vötnum og við sjó. Erlendis heldur hann nær alfarið til við vötn vegna samkeppni við aðrar dýrategundir, svo sem rauðref og stóra ránfugla, sem ráða ríkjum á þurrlendi. Hér á landi heldur hann einnig til við stöðuvötn, straumvötn og nálægt sjó en leitar l...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður straumi í ám?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?

Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...

category-iconTrúarbrögð

Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?

Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...

category-iconHeimspeki

Er hægt að hugsa til enda að eitthvað sé endalaust?

Við skulum ganga að því sem vísu að eitthvað geti verið endalaust. Sem dæmi má nefna náttúrulegu tölurnar, það er að segja rununa:1, 2, 3, ...Að vísu getum við ekki skrifað þessa runu niður, vegna þess að við getum ekki skrifað niður nema endanlega mörg tákn, en það breytir því ekki að runan er til. Annað dæmi um ...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?

Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?

Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?

Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?

Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...

Fleiri niðurstöður