Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2373 svör fundust
Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?
Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...
Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?
Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...
Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?
Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...
Get ég stofnað kirkju á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...
Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?
Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrotaskipti. Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili, þrotabú, sem tekur við öllum skuldum og eignum skuldara. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðarins. Skipaður er skiptastjóri sem fer með forræði búsins en sk...
Af hverju eru 4x4+4x4+4-4x4 = 20 en ekki 320?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Margir segja að svarið við reikningsdæminu 4x4+4x4+4-4x4 sé 320 þegar það er 20. Getið þið skýrt ástæðuna og leyst þennan ágreining? Hverju sinni sem verkefni í stærðfræði er sett fram með táknmáli hennar gilda ákveðnar reglur um hvernig beri að lesa úr því. Í verke...
Getur lungnakrabbamein verið ættgengur sjúkdómur?
Stutta svarið við spurningunni er já, lungnakrabbamein geta legið í ættum. Hins vegar er rétt að ítreka að reykingar eru langstærsti orsakaþáttur lungnakrabbameins. Þær eru taldar valda um 85% tilfella sjúkdómsins, aðallega beinar reykingar en einnig óbeinar. Meira er fjallað um helstu áhættuþætti í svari við spur...
Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...
Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...
Hve margir blettatígrar eru á Íslandi?
Heimkynni blettatígursins (Acinonyx jubatus) eru aðallega í austan- og sunnanverðri Afríku, mest í Namibíu og á Serengeti-sléttunni í Tansaníu. Einhverjir blettatígrar eru á afmörkuðum svæðum í Íran og Afganistan. Sú var tíðin að blettatígra var að finna á Indlandi, í Mið-Austurlöndum og víða um Afríku. Hið así...
Hvað hét fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði?
Talið er að „The Yellow Kid” eftir Richard Felton Outcault sé fyrsta teiknimyndasagan sem gefin var út í dagblaði. Hún birtist fyrst þann 16. febrúar 1896, í Hearst New York American. Í mars 1897 var þessum teiknimyndum safnað saman í Hearst's Sunday Journal og seldar á 5 sent stykkið. Fyrsta teiknimyndabókin s...
Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?
Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó. Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er...
Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?
Mars er mun lengra frá jörðu en tunglið og getur verið í allt að þúsundfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Mars er reikistjarna eins og jörðin en tunglið er fylgihnöttur jarðarinnar. Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en sú minnsta 363.300 km. Misjafnlega langt er á...
Hver er meðgöngutími steypireyða?
Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft. Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur n...
Þarf maður ekki að vera með hreint sakavottorð til að bjóða sig fram til forseta?
Í 4. gr. stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi: “Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að frátöldu búsetuskilyrðinu.” Í 33. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um skilyrði kosningaréttar til Alþingis:Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa a...