Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 977 svör fundust
Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?
Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...
Hvað veldur ókyrrð í háloftum?
Ókyrrð eða kvika er óregluleg hreyfing lofts og þá er yfirleitt átt við lóðrétta hreyfingu. Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og það er lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg. Þess vegna er ókyrrð í háloftum kölluð heiðkvika, á ensku clear air turbulence, skammstafað...
Geta karlmenn klárað sæðið í sér eða býr líkaminn alltaf til meira?
Það er ekki svo að líkami karlmanna geti bara myndað tiltekið magn af sæði yfir ævina. Ef allt er eðlilegt heldur framleiðslan áfram alla ævi, sama hversu mikið ,,af er tekið” þó vissulega dragi úr henni þegar aldurinn færist yfir. Sæði er myndað í æxlunarkerfi karls þegar kynþroska er náð. Sæði inniheldur sáðf...
Hvernig má flokka jökla?
Jöklar eru flokkaðir á ýmsa vegu. Þegar flokkað er eftir myndun jökulsins og stöðu hans í jökulkerfinu er oft talað um hájökla eða hjarnjökla annars vegar og hins vegar falljökla eða ísjökla en skriðjöklar eru einn undirflokkur þeirra. Hjarnjöklar myndast vegna kulda hátt í lofti þar sem ofankoma fellur sem snjór....
Er hægt að lækna ofnæmi þannig að það komi aldrei aftur?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei, ef átt er við það að ofnæmið læknist alveg og valdi engum óþægindum það sem eftir er ævinnar. Oft er þó tekið þannig til orða: „Hann fékk góða lækningu meina sinna“, án þess að átt sé við að hann hafi orðið albata. Í þessum skilningi má svara spurningunni játandi, ef ...
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...
Hafa refir einhvern tíma verið í Færeyjum og þá af hvaða stofni?
Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna. ...
Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?
Alls eru nú þekktar yfir 20 þúsund tegundir fiska. Það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu gamlir fiskar geta orðið, allt frá nokkrum mánuðum upp í áratugi. Sennilega er skammlífasti fiskurinn kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata). Þessi smái fiskur sem fullvaxinn er ekki meira en 3 cm að lengd verður va...
Eru sprettharðir langhlauparar fljótari en spretthlauparar?
Upprunalega spurningin var: Hvor er fljótari, Mo Farah eða Usain Bolt? Stutta svarið er að sprettahlaupari eins og Usain Bolt er mikið fljótari en langhlaupari eins og Mo Farah. En það eru hins vegar ýmsir þættir sem þarf að skoða þegar spurningunni er svarað. Fyrst þarf að skilgreina hvað er vera fljótur....
Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?
Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...
Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?
Hægt er að rækta upp skjólbelti í kringum strandblaksvelli, hvort sem þeir eru staðsettir við sjávarsíðuna eða inni í landi. Skjólbelti úr trjám og runnum eru hlýleg og falleg í umhverfinu og gegna því hlutverki að hægja vel á vindinum, oft er miðað við að holprósentan í skjólbeltum (það er hversu hátt hlutfall af...
Hvað er málþroskaröskun?
Einstaklingar greinast með málþroskaröskun (e. developmental language disorder, DLD) ef þeir eiga í erfiðleikum með að tileinka sér eigið tungumál án þekktra orsaka. Röskunin nær bæði til málskilnings og máltjáningar. Ef frávik í máli koma fram vegna þekktra orsaka eins og einhverfu eða greindarskerðingar er talað...
Hvernig virka lífeyrissjóðir?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig virkar lífeyrissjóður? Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%). Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þ...
Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?
Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar? Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:öflug þeytigosblönduð g...
Hverjar eru elstu fornleifar sem fundist hafa á Íslandi?
Einnig var spurt: Hafa fundist einhverjar fornleifar frá Rómarveldi á Íslandi? Svo sem peningar eða önnur ummerki um að áhrif Rómarveldis hafi náð til landsins með einhverjum hætti? Elstu fornleifar sem hér hafa fundist eru rómverskir peningar. Þeirra á meðal er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í Li...