Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8202 svör fundust

category-iconLandafræði

Hver er saga Áshildardysar sem er í landi Áshildarholts II í Skarðshreppi, Skagafirði?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Rétt sunnan við afleggjarann inn á Sauðárkrók er dys rétt við þjóðveginn í átt til Reykjavíkur. Dys þessi er í landi Áshildarholts II, í gamla Skarðshrepp. Vegaskilti er þar með áletruninni: „Áshildardys“ og á því skilti er slaufuferningurinn sem Vegagerðin kallar: „Ath...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er samba í Linux-stýrikerfum?

Samba er safn forrita sem gerir tölvum sem keyra Windows-stýrikerfi og tölvum sem keyra stýrikerfi byggð á UNIX, til dæmis Linux, kleift að skiptast á gögnum og samnýta jaðartæki og aðrar auðlindir (e. resources). Samba byggir á SMB (e. server message block) samskiptareglunum (e. protocols) sem Windows-stýriker...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?

Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?

Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconMálvísindi: almennt

Rennir maður frönskum rennilás?

Rennilás er ekki gamalt orð í íslensku. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá því um miðja 20. öld. Í Íslenskri orðabók frá 1963 (bls. 524) er rennilás lýst þannig: 'tveir (málm)borðar með sérstökum útbúnaði til að loka opi, jöðrum á flík e.þ.h.' og virðist það í fyrsta sinn sem orðið kemst í orðabók. Franskur ...

category-iconLögfræði

Eru til einhverjar skrifaðar siðareglur sem varða starfsmenn og skyldur fyrirtækisins gagnvart þeim?

Ýmis rög og reglur gilda um vinnurétt. Sem dæmi má nefna lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 10/1996, lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þar að auki má finna sértækar reglur um einelti á vinnustöðum. Þær eru í regluge...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?

Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað er „supernova“?

Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur?

Orðið svanasöngur er í fyrsta lagi notað í eiginlegri merkingu um ‘söng svansins’, það er hljóðin sem söngsvanurinn gefur frá sér. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá því á 17. öld. Máltækið ekki á saman svanasöngur og gæsa kemur fyrir í málsháttasafni frá 19. öld og er sjálfsagt eldra. Í öðru lagi ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á einærum, tvíærum og fjölærum plöntum?

Algengt er að flokka blómplöntur eftir því hvort þær eru einærar, tvíærar eða fjölærar. Ýmsar nytjaplöntur eins og hveiti eru einærar. Einærar plöntur eru plöntur sem lífsferillinn spannar aðeins eitt ár. Þær koma upp af fræi, vaxa og bera fræ og deyja á einu ári. Dæmi um einærar plöntur eru margar algengar...

Fleiri niðurstöður