Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8500 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er á Grænlandi?

Gjaldmiðillinn í Grænlandi er dönsk króna og eru seðlar og mynt eins útlítandi og í Danmörku. Árið 2006 var samþykkt að gera sérstaka grænlenska útgáfu af seðlum en þeir hafa ekki enn farið í dreifingu. Gert er ráð fyrir að grænlensku seðlarnir verði komnir í notkun árið 2011, en jafnframt verður áfram hægt að not...

category-iconVísindavefurinn

Hvað er vísindadagatal?

Í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands var gefið út dagatal vísindamanna á veggspjaldi. Á dagatalinu er einn vísindamaður valinn fyrir hvern dag ársins. Öðrum megin er mynd af vísindamönnunum en hinum megin er stuttur texti til kynningar á framlagi þeirra til vísinda og fræða. Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrvera...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?

Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd. Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er líti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins sæluhús?

Orðið sæluhús er gamalt í málinu og kemur þegar fyrir í fornsögum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er sæluhús sama og sáluhús sem skýrt er sem hús eða skýli sem ferðamenn gátu nýtt sér. Sýnd eru nokkur dæmi úr fornsögum, til dæmis (JFr 1896: 640): Um Dofrafjall var mikil för ór Þrándheimi; urðu þar ...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?

Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið mi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tekjur?

Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ljóður þegar talað er um að ljóður sé á ráði?

Nafnorðið ljóður merkir ‘galli, annmarki’ og virðist ekki gamalt í málinu. Aðeins 12 dæmi eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og eru öll nema eitt um að eitthvað sé ljóður á ráði einhvers. Elst dæmanna er úr ritgerðasafni Árna Pálssonar, Á víð og dreif, sem gefið var út 1947: Honum var að vísu ekki virt það ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir gróft bygg bankabygg og hvað er þetta „banka“?

Spurning Magnúsar hljóðaði svona:Mig langar að vita hvað er bankabygg, og af hverju heitir það bankabygg? Orðið bankabygg er tökuorð úr dönsku sem heiti á grófu byggi. Það þekkist í íslensku máli að minnsta kosti frá miðri 19. öld, samanber til dæmi timarit.is. Samkvæmt Ordbog over det danske sprog, sem nál...

category-iconHugvísindi

Hver eru sjö undur veraldar?

Píramídarnir í Giza eru einu mannvirkin af hinum sjö undrum veraldar sem enn standa. Á myndinni má sjá Keopspíramídann sem kenndur er við Keops, faraó í Egyptalandi.Hin sjö undur veraldar, svonefnd, eru helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga við Miðjarðarhafið og í Miðausturlöndum á sviði bygginga- og höggmyn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru margir kettir á Íslandi?

Hér gildir enn og aftur að kötturinn fer sínar eigin leiðir því að enginn veit svarið við þessari spurningu, því miður. Engar upplýsingar um kattafjölda á Íslandi eru til á netinu þannig að við reyndum að afla upplýsinga með því að hringja á líklegustu staði. Í Kattholti var okkur sagt að engin skrá væri haldi...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er elsta þekkta lag í heimi?

Fræðimenn geta aðeins giskað á það hvaða þjóðflokkar voru fyrstir til að spila tónlist. Elsta hljóðfæri í heimi sem vitað er um er flauta úr holu beini sem kallast Neanderdalsflautan. Hún er talin vera 45 þúsund ára gömul. Talið er að 3400 ára gamlar leirtöflur sem fundust á Sýrlandi (þar sem nú er Ras Sham...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvert er stærsta tungl í heimi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?

Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...

category-iconHugvísindi

Hver fann Mexíkó?

Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...

category-iconUnga fólkið svarar

Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?

Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...

Fleiri niðurstöður