Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2947 svör fundust
Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?
Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...
Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aftur?
Um virkni rafhlaðna er fjallað í svari við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Við forskaut í litínjónarafhlöðu eru litínfrumeindir (Li) milli laga af kolefnisfjölliðum (Cn) (mynd 1a). Við bakskautið eru hins vegar litínjónir (Li+) í kristallsgrind sem g...
Af hverju eru göt í osti?
Götin sem sjást í mörgum gerðum osta verða til þegar gerlar sem nýttir eru við ostagerðina gefa frá sér lofttegundir, einkum koltvíildi (CO2). Þá myndast loftbólur inni í ostinum sem verða svo að götum þegar osturinn er skorinn í sundur. Svissneskir Emmenthaler-ostar eru þekktir fyrir götin sín. Þegar ostur e...
Af hverju gýs upp megn vaxlykt um leið og slökkt er á kerti?
Kerti samanstendur af kertavaxi og kveikiþræði. Kertavaxið er eldsneytið, það er efnið sem brennur, en kveikurinn stjórnar hraða brunans. Þegar logandi eldspýta er borin að kveiknum bráðnar kertavaxið næst kveiknum og sogast upp í kveikinn. Vegna hitans frá eldinum gufar kertavaxið í kveiknum upp, blandast súr...
Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Af hverju fær maður hár á kynfærin? Hvers vegna vaxa punghárin? Fara stelpur í mútur? Getur röddin í stelpum breyst? Hvenær fara strákar í mútur? Breytist hárvöxtur á leggjum ungra kvenna við kynþros...
Hvaða land er frægasta ferðamannaland í heimi?
Það er spurning hvaða mælikvarða er hægt að nota til að ákvarða hvað er frægasta ferðamannaland í heimi. Líklega er einfaldast að setja samasemmerki á milli þess að vera frægt og vera vel sótt. Mjög margir ferðamenn berja Eiffelturninn augum enda er Frakkland það land heims sem fær flestar heimsóknir erlendra ...
Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?
Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og f...
Hvað eru frumdýr?
Frumdýr (protozoa) eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-50 μm (míkrómetrar) að stærð. Sumar tegundir geta þó orðið allt að 1mm og því vel sýnilegar í víðsjá. Frumdýr eru langflest einfrumungar en fáeinar tegundir mynda sambú frumna. Lífríkinu er gjarnan skipt í þrjú yfirríki, en það eru gerlar (bact...
Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 2,6 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...
Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?
Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta. Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru...
Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?
Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...
Hver er Eric Hobsbawm og hvert er hans framlag til sagnfræðinnar?
Eric Hobsbawm er af gyðingaættum, fæddur árið 1917 í Alexandríu í Egyptalandi þar sem faðir hans var í þjónustu breska heimsveldisins. Hann missti foreldra sína á unga aldri en ólst upp í Vín og Berlín hjá ættingjum sem tóku hann í fóstur. Í kjölfar valdatöku nasista í Þýskalandi 1933 fluttist hann ásamt ættingjun...
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...
Er salt krydd?
Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...
Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?
Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...