Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2837 svör fundust
Hvers vegna fær maður hiksta?
Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur o...
Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti?
Af og til koma fréttir utan úr heimi af því að verið sé að reyna að aðskilja síamstvíbura. Þetta vekur greinilega forvitni margra því Vísindavefnum berast oft spurningar um síamstvíbura í kjölfar slíkra frétta. Hér er því einnig svarað spurningum um síamstvíbura frá: Klemens Ágústssyni (f. 1992), Hrefnu Þráinsdót...
Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?
Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra. Ýmsar kenningar haf...
Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?
Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast. Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og ...
Af hverju kemur blóð þegar við dettum?
Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...
Er það satt að líkur sæki líkan heim?
Já, menn dragast að jafnaði fremur að þeim sem svipar til þeirra sjálfra (Byrne, Ervin og Lamberth, 1970). Fólki líkar best við aðra á sama aldri, af sama kynþætti og með svipaða hæfileika og það sjálft í listum, íþróttum og bóknámi. Sömuleiðis er fólk líklegra til að velja sér maka sem er svipaður í útliti og það...
Hvernig verkar hettan sem getnaðarvörn? Er hún jafnörugg og aðrar getnaðarvarnir?
Fáar konur nota hettuna þar sem hún hefur alveg fallið í skuggann af getnaðarvarnapillum og lykkjunni. Hettan er samt sem áður virk og skaðlaus getnaðarvörn og á að endast í mörg ár ef vel er farið með hana. Alltaf þarf á þó að gæta þess að nota sæðisdrepandi krem með henni. Kona sem aðeins sefur hjá stöku sinn...
Hvaðan kemur orðið vegasalt?
Nafnið á leiktækinu vegasalt er sett saman úr sögninni að vega 'lyfta, vigta' og nafnorðinu salt. Talað er um að vega salt, til dæmis "Eigum við að vega salt?", oft stytt í: "Eigum við að vega?" Orðin flytjast síðan frá athöfninni yfir á verkfærið og til verður heitið vegasalt. Líkingin er sennilega sótt til þess ...
Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?
Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...
Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?
Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...
Geta lýs fylgt nýju parketi?
Svonefnd parketlús (Dorypteryx domestica) lifir alfarið innanhúss, í híbýlum, og er á ferli allt árið á öllum þroskastigum. Hún lifir á myglusveppum öðru fremur, einkum í nýbyggðum húsum þar sem parket hefur verið lagt á gólf fyrr en skynsamlegt er. Skilyrði skapast fyrir sveppagróður undir parketi þar sem það hef...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?
Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...