Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 656 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru einhverjar slöngur í útrýmingarhættu?

Slöngur tilheyra ættbálkinum Squamata og undirættbálkinum Serpentes. Samkvæmt válista IUCN eru rúmlega 30 tegundir sem tilheyra þessum undirættbálki og teljast vera í hættu (e. endangered). Ekki verður þó gerð frekari grein fyrir þessum tegundum hér. Að mati IUCN töldust hins vegar 10 slöngutegundir vera í alva...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

category-iconEfnafræði

Ef metan er að mestu leyti vetni, hvað gerir það svo óæskilega gastegund?

Metan er efnasamband sem þýðir að hver sameind þess er gerð úr tveimur eða fleiri frumeindum (atómum) mismunandi frumefna. Efnasambönd hafa yfirleitt allt aðra eiginleika en frumefnin sem þau eru gerð úr. Eitt þekktasta og mikilvægasta dæmið um þetta er vatnið (H2O; tvær vetnisfrumeindir og ein súrefnisfrumein...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er svona merkilegt við Amasonfljótið og Amasonregnskóginn?

Amasonfljót er langstærsta fljót í heimi og vatnsmagnið sem fellur til sjávar er meira en samanlagt vatnsmagn úr Níl, Mississippi- og Yangtze-fljótum. Þótt áin Níl sé 250 km lengri en þeir 6400 km sem Amasonfljótið telur, er hún bara um 2,3% af heildarflæði (m3/s) Amasonfljótsins. Amasonfljótið er um 13 sinnum len...

category-iconVísindafréttir

Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn

Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...

category-iconFélagsvísindi

Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?

Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi: Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn) Suðurkjördæmi (10 þingmenn) Norðausturkjördæmi (10 þingmenn) Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn) Af þessum 63 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?

Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...

category-iconHugvísindi

Hvernig fór fyrir nunnum og munkum á Íslandi eftir að siðaskiptin áttu sér stað?

Á miðöldum störfuðu hér níu klaustur. Nunnuklaustur voru á Kirkjubæ á Síðu (stofnað 1186) og Reynistað í Skagafirði (stofnað 1295). Munkaklaustrin voru aftur á móti að Þingeyrum (stofnað 1133), Munkaþverá (stofnað 1155), Möðruvöllum í Hörgárdál (stofnað 1296) Þykkvabæ (stofnað 1168), Helgafelli (stofnað 1172 þó í ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá?

Skýring á þessu fyrirbæri er snúin, og fljótt á litið virðist málið mótsagnakennt. Þetta fjallar um þann skrítna eiginleika gastegunda að sýna litasvörun við hvítu ljósi í þunnu formi (við lágan þrýsting/hlutþrýsting) en verða litlausar við hærri þrýsting eða remmu. Bláa blæinn á móðunni frá gosinu í Nornahr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...

category-iconStærðfræði

Hvað er staðalfrávik?

Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...

category-iconÍþróttafræði

Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur? Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunn...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

category-iconTölvunarfræði

Hvers konar tölvunarfræði er að baki rafrænu myntinni bitcoin?

Rafmyntin bitcoin og aðrar sambærilegar rafmyntir, byggja á nokkuð mörgum uppgötvunum á ýmsum sviðum tölvunarfræði og stærðfræði. Frá sjónarhóli tölvunarfræðinnar er áhugaverðast hvernig bitcoin hagnýtir sér aðferðir sem ekki hafa verið notaðar saman á viðlíka hátt áður. Einnig er athyglisvert hvernig bitcoin nýti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er líklegra að veiran sem veldur COVID-19 verði hættulegri eða hættuminni fyrir menn vegna stökkbreytinga?

Breytingar á erfðaefni leiða sjaldan til stökka í gerð eða hæfni lífvera[1] og flestar stökkbreytingar sem finnst í stofnum eru hlutlausar.[2] Stökkbreytingar sem skemma gen og draga úr hæfni eru kallaðar neikvæðar en þær sem auka hæfni lífveru á einhvern hátt eru kallaðar jákvæðar. Jákvæð breyting á veiru getur h...

Fleiri niðurstöður