Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 605 svör fundust
Hvað var að gerast í sögu heimspekinnar um 1918?
Saga heimspekinnar er ákaflega margbrotin og getur reynst þrautinni þyngra að átta sig á hvað var efst á baugi á ákveðnu árabili. Þetta á sérstaklega við um upphaf tuttugustu aldar enda voru þá umbrotatímar og mikil gerjun átti sér stað. Þær hræringar má skoða í samhengi við það sem var helst að gerast í raunvísin...
Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...
Búa grænar geimverur á Mars?
Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmi...
Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?
Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...
Hver var John von Neumann og hvert var framlag hans til vísindanna?
John von Neumann (1903-1957) var með eindæmum afkastamikill vísindamaður. Þótt hann væri fyrst og fremst stærðfræðingur og afkastaði miklu í þeirri grein þá liggja einnig eftir hann verk á fjölmörgum öðrum sviðum sem hvert og eitt myndu líklega duga til að halda nafni hans uppi. Sá sem hér styður á lyklaborð hefur...
Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?
Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...
Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?
Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...
Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...
Hvað er vitað um borgina Babýlon til forna?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hver er saga Babýlon, hvar er hún staðsett og hver eru hennar aðaleinkenni? (Íris) Eru enn þá til ummerki um að Babýlon hafi verið til? (Bryndís) Eru til áreiðanlegar heimildir um hengigarðana í Babýlon? Er til nákvæm lýsing á því hvað þetta fyrirbæri var? (Hafstein...
Hvað er raunverulegt?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....
Hver er uppruni fermingarinnar?
Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...
Hvers vegna verður mannfólkið sífellt gáfaðra?
Orðin gáfur og gáfaður merkja ekki nákvæmlega það sama og greind og greindur. Okkur grunar þó að spyrjendur eigi við vaxandi greind. Hér verður því í raun og veru svarað spurningunni:Hvers vegna fer mæld greind fólks sífellt vaxandi?Þótt ótrúlegt megi virðast hefur frammistaða fólks á greindarprófum batnað með h...
Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?
Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...
Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?
Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...
Hvað er óreiða í stærðfræði?
Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...