Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6364 svör fundust
Hvað er Kevlar og úr hverju er það gert?
Kevlar er vöruheiti efnafyrirtækisins DuPont á mjög sterku plastefni úr tiltekinni fjölliðu, nánar tiltekið para-aramíðfjölliðu. Sama fjölliða er framleidd af öðrum fyrirtækum og seld meðal annars undir vöruheitinu Twaron. Aramíð er stytting á efnaheitinu arómatísk fjölamíð, en þau eru sett saman úr einingunum ...
Hversu marga drap fjöldamorðinginn Axlar-Björn í raun og veru?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Átti kona Axlar-Bjarnar einhvern þátt í morðum eiginmanns síns? Stutta svarið Seint verður með óyggjandi hætti komist að því hversu mörg fórnarlömb Axlar-Bjarnar voru og illu heilli er það nú svo að í margbrotinni umfjöllun um hann er einatt blandað saman því...
Hvað eru eðlisfræðilegir og efnafræðilegir eiginleikar efna?
Eiginleikar efna eru notaðir til að bera kennsl á efnin og lýsa þeim. Þessum eiginleikum má skipta í eðlisfræðilega eiginleika (e. physical properties) og efnafræðilega eiginleika (e. chemical properties). Eðlisfræðilegir eiginleikar efna lýsa ástandi þeirra. Mælingar á eðlisfræðilegum eiginleikum breyta ekki ...
Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir?
Úlfar (Canis lupus) og refir tilheyra sömu ætt rándýra, hundaættinni (Canidae), og teljast því frekar skyldar tegundir. Í hundaættinni eru 35 tegundir í 10 ættkvíslum. Hér er hægt að skoða ættartré rándýra. Flokkun ættkvísla í hundaætt er á þessa leið: Í Canis-ættkvíslinni eru alls níu tegundir. Þær eru ...
Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?
Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás. Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta ge...
Af hverju eru til svona margar dýrategundir?
Meginskýringin á þessu er fólgin í þróunarkenningunni. Tegundir dýra og jurta verða til með þróun þar sem tvær tegundir koma í stað einnar og verða til út frá henni. Til að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Hugsum okkur hóp dýra sem teljast til sömu tegundar og hafa samgang innbyrðis, þannig að hvaða k...
Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?
Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...
Er hægt að taka mynd af svartholi?
Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?
Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...
Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?
Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gög...
Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?
Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fé...
Hver er munurinn á frumefni og frumeind?
Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...
Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?
Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...
Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?
Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...