Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 754 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kattardýrið jagúar?

Jagúar (Panthera onca) er þriðja stærsta kattardýr heims og það stærsta sem lifir villt í nýja heiminum. Það er óhætt að segja að jagúarinn lifi í skugga stóru kattardýra gamla heimsins enda margt í líffræði hans sem er lítt þekkt, samanborið við stóru frændur hans, ljón og tígrisdýr. Jagúarinn er svokallað top...

category-iconHeimspeki

Eru einhverjar lífverur ónauðsynlegar fyrir jörðina?

Vel er hægt að ímynda sér að margir eigi í handraðanum uppástungur af svari við þessari spurningu. Öll þekkjum við að hafa leitt hugann að því hvort heimurinn væri ekki bara betri staður ef ákveðin náttúruleg fyrirbæri væru ekki að flækjast fyrir okkur. Sum þeirra sjáum við reyndar ekki með berum augum en vitum af...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru veirur algengari í leðurblökum en öðrum dýrum?

Leðurblökur (Chiroptera) er annar tegundaauðugasti ættbálkur spendýra. Rúmlega 1.200 leðurblökutegundir eru þekktar og er það um 20% af öllum spendýrategundum. Aðeins ættbálkur nagdýra (Rodentia) er fjölmennari. Þar finnast um 2.300 tegundir sem eru um 40% þekktra spendýrategunda. Flest bendir til þess að veirur s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta dýr eins og maurar stundað ræktun?

Landbúnaður er undirstaða samfélags manna og velmegunar. Við mennirnir hagnýtum margar tegundir plantna og dýra til fæðuframleiðslu. En aðrar tegundir dýra geta líka stundað ræktun og eru maurar líklega þekktasta dæmið. Flestar tegundir maura eru rándýr, og talið er að fyrstu maurarnir hafi stundað ránlífi. Maurar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr sefur mest?

Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja atburð?

Stundum segjum við að við skiljum atburð þegar við vitum um hverskonar atburð er að ræða. Þannig gæti maður sem ekki þekkir til leikja horft furðu lostinn á kappleik í handbolta og ekki skilið hvað er að gerast. Ef einhver útskýrði fyrir manninum hvað kappleikir eru og hverskonar kappleikur handknattleikur er, þá...

category-iconJarðvísindi

Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út?

Allmikið hefur verið rætt um útdauða dýra og plantna á mörkum Krítar- og Tertíertímabila, fyrir um 66 milljón árum. Margir telja að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla breytinga á landi og grunnhöfum hafi átt mestan þátt í þessum útdauða. Í lok Krítartímabilsins virðist hafa átt sér stað mikil afflæði (e. regres...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu kenningar í sambandi við fjöldadauða í lok tríastímabilsins?

Talið er að aðeins fjórum til fimm sinnum í sögu jarðar hafi átt sér stað jafn umfangsmikill útdauði tegunda og varð í lok tríastímabils fyrir um 208 milljónum ára. Meira en 20% af þeim 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó um þetta leyti dóu út. Einnig hefur verið sýnt fram á að landdýr urðu illa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er sjón laxa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?

Þar sem fuglar eru tiltölulega einsleitir að líkamsbyggingu hefur verið talsverður ágreiningur um flokkun þeirra allt fram á þennan dag. Hingað til hafa menn notast við ýmis útlitseinkenni til að staðsetja fugla í ættir, ættbálka og svo framvegis. Nú er hins vegar farið að nota samsvörun í byggingu erfðaefnis (DNA...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?

Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?

Líklega yrði ekki neitt vistfræðilegt hrun þótt tígrisdýr hyrfu þar sem þau lifa á tiltölulega afmörkuðum og litlum svæðum. Ef tígrisdýr yrðu útdauð færu áhrifin væntanlega eftir aðstæðum á þeim svæðum þar sem þau lifa nú. Þar sem tígrisdýrum hefur fækkað hefur öðrum stórvöxnum afræningjum fjölgað og háttarla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?

Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?

Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...

Fleiri niðurstöður