Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er jörðin þung?

Massi jarðar er 5,98 * 1024 kg, það er að segja 5,98 milljón trilljónir kílógramma. Til samanburðar má geta þess að stærsta gufueimreið sem byggð hefur verið, Big Boy í Bandaríkjunum, vó 550 tonn. Til þess að vega upp á móti massa jarðarinnar þyrfti 11 milljarða milljarða slíkra eimreiða. Um ástæðuna ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur málshátturinn 'Lengi býr að fyrstu gerð'?

Ekki hefur tekist að finna svar við þessari spurningu. Flestir, sem ég hef spurt, þekkja þetta en enginn hefur getað nefnt upprunann enn sem komið er. Ýmsir hafa giskað á Íslendingasögur en leit í orðstöðulykli sýnir að svo er ekki. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið „göndull”?

Orðið göndull hefur fleiri en eina merkingu. Það er notað um vöndul, eitthvað sem er flækt og samansnúið. Það er líka notað í merkingunni 'gróft band'. Þá er það notað um mann sem er jarðvöðull, það er sóði í vinnubrögðum og umgengni. Göndull er einnig notað um getnaðarlim og út frá þeirri merkingu er sennilega k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?

Orðið kirkja er eitt fjölmargra orða sem bárust í norrænan orðaforða fyrir áhrif frá kristni. Orðið er notað í öllum norrænum málum, í færeysku kirkja, dönsku og norsku kirke, í sænsku kyrka og nýnorsku kyrkje. Til Norðurlanda hefur það borist frá vestur-germönskum málum, sennilega úr fornensku cirice, cyrice (e....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið snuð?

Orðið snuð er leitt af sögninni snuða 'leika á, gabba, pretta' sem tekin var upp í íslensku á 18. öld úr dönsku snyde í sömu merkingu. Orðið snuð er innlend myndun og er ekki gamalt í málinu í þessari merkingu. Eldri er merkingin 'prettur, gabb' sem dæmi eru um að minnsta kosti frá því á fyrri hluta 19. aldar. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er íslenska orðið yfir ADSL eða hvernig má þýða skammstöfunina?

Skammstöfunin ADSL stendur fyrir 'asymmetric digital subscriber line' sem merkir 'ósamhverf stafræn notendalína'. Útlenda skammstöfunin er notuð óbreytt í íslensku máli. ADSL er háhraða gagnaflutningsþjónusta sem nýtir hefðbundnar símalínur inn á Netið eða fyrirtækjanet. Með ADSL-þjónustu er notandinn sítengdur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er stærsti snigill í heimi?

Stærsti snigill í heimi er stórvaxinn sjávarsnigill sem nefnist Syrinx aruanus á latínu. Enska heitið er ‘Australian trumpet shell’ og á íslensku gæti hann þess vegna kallast ástralskur trompetsnigill. Trompetsnigillinn getur náð allt að 78 cm lengd og vegið tæp 20 kg. Snigillinn finnst aðallega undan strönd...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir Herdísarvík því nafni?

Um þetta eru til sagnir í þjóðsögum á þá leið að Krýsa eða Krýs hafi í eina tíð búið í Krýsuvík en Herdís í Herdísarvik. Þessar tvær jarðir liggja saman. Um sögurnar má lesa nánar hér. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað eru örnefni og hvernig ætli þau hafi orðið til? eftir Svavar Sigmundsson Hvort er ré...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir hin þekkta ljóðlína „Öxar við ána“?

Þessi ljóðlína er upphaf kvæðisins Þingvallasöngur eftir Steingrím Thorsteinsson (Helgi Helgason samdi lagið). Ljóðið er hvatning til þjóðarinnar um að standa saman og vinna landi sínu gagn. Fyrstu þrjár línurnar eru svona: Öxar við ána árdags í ljóma upp rísi þjóðlið og skipist í sveit Þær eru hugsaðar þ...

category-iconHugvísindi

Er til fjögurra atkvæða eiginnafn í íslensku?

Fjögurra atkvæða eiginnöfn eru nokkuð algeng í íslensku. Er þá oftast um nöfn að ræða sem sett eru saman af tveggja atkvæða forlið og tveggja atkvæða síðari lið. Sem dæmi mætti nefna forliðina Aðal- og Sigur-: AðalbergurSigurfinnurSigurjóna AðalgerðurSigurgarðurSigurlaugur AðalgunnurSigurgesturSigurlína Aðalhe...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verka nifteindasprengjur og hver er munurinn á þeim og hefðbundnum kjarnavopnum?

Í kjarnorkuvopnakapphlaupinu á áttunda og níunda áratug 20. aldar þróuðu risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, meðal annars svokallaðar nifteindasprengjur. Þeim var ætlað að draga úr þeim ágalla sem "venjuleg" kjarnavopn hafa í augum herforingja að þau valda svo mikilli og varanlegri eyðileggingu kringum spren...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?

Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er búddismi?

Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.) Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem e...

category-iconLögfræði

Hvaða rétt hafa börn þegar kennarar/starfsmenn skóla þeirra beita þau ofbeldi?

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem fullgiltur var af Íslands hálfu árið 1992, segir í 19. gr. aðaðildarríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda barn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanræksl...

Fleiri niðurstöður