Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6433 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...
Hvaða rannsóknir hefur Bjarni Már Magnússon stundað?
Bjarni Már Magnússon er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) en þar hefur hann starfað frá árinu 2012. Bjarni Már kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar, einkum á sviði hafréttar. Hann hefur einnig fengist við rannsóknir um kynjajafnrétti í íþróttum. Bjarni er höfundur bókarinnar The Conti...
Hvaða munur er á öfund og afbrýðisemi?
Í Íslenskri orðsifjabók sem er aðgengileg hér eru hugtökin öfund og afbrýðissemi skilgreind á þennan hátt: Öfund: 'sú tilfinning að geta ekki unnt öðrum þeirra gæða sem hann nýtur.' Afbrýðisemi: 'sterk neikvæð tilfinning, s.s. sársauki eða reiði, sem kemur upp þegar annar er tekinn fram yfir mann sjálfan, ei...
Hvað voru Púnverjastríðin?
Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Er stærðfræði tungumál?
Löngu fyrir núverandi tímatal höfðu ýmsar þjóðir þróað stærðfræðileg hugtök og tjáð sig um þau. Varðveist hafa textar í rituðu máli um stærðfræðilegt efni frá fornum menningarsamfélögum, oft auknir teikningum. Nefna má Rhind-papýrusinn (um 1650 f.Kr.) frá Egyptalandi þar sem sjá má texta og teikningar af þríhyrnin...
Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?
Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður sem varð hæstráðandi á Íslandi í átta vikur sumarið 1809 eins og rakið er í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi? Íslandsævintýri Jörgensen...
Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...
Er hægt að kveikja í kerti án kveiks?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég var að velta því fyrir mér hvort að hægt væri að kveikja í vaxi svo það logi, eitt og sér. Stutta svarið við spurningunni er eftirfarandi: Það þarf ekki kertaþráð til að kveikja í kertavaxi en kveikurinn sér til þess að þetta takist við venjulegar heimilisaðstæður. Ef æ...
Hver er saga Deildartunguhvers?
Rétt norðan við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, handan Reykjadalsár, er Deildartunguhver. Hann er vatnsmesti hver í Evrópu, og raunar stundum sagður vatnsmesti hver í heimi þótt erfitt geti verið að sannreyna slíkar fullyrðingar. Hverinn er ekki aðeins merkilegur í jarðfræðilegu tilliti heldur tengist hann sögu jar...
Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...
Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?
Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...
Hvað er feit lifur og af hverju stafar hún?
Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fitusöfnuninni er. Algengustu orsakir eru miki...
Er heili siðblindingja öðruvísi en í venjulegu fólki?
Spurning Eneku hljóðaði upphaflega svona:Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi? Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki p...
Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?
Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...