Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1349 svör fundust
Hvernig á að láta til skarar skríða?
Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...
Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Af hverju er nafnið Jónsmessa dregið? (Pálína Kristín Guðlaugsdóttir)Hvenær var farið að halda Jónsmessu hátíðlega? (Hálfdan Helgason) Árni Björnsson fjallar ítarlega um sögu Jónsmessunar, hér á landi sem erlendis, í bók sinni Saga daganna. Fróðleiksfúsum er bent á að kynna sé...
Hvað eru deilitegundir?
Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...
Hvaða „Enta“ er í Entujökli?
Enta er jökuldalur eða gjá norðvestan í Mýrdalsjökli, í kverk við Botnjökul, milli Sléttjökuls og Entujökuls en Entugjá er annað nafn hennar (Íslandsatlas, kort 71). Við Entu er kenndur Entujökull, Entukollur og Entuskarð. Elsta prentaða heimild um nafnið Enta er að því er best verður séð í grein Jóns Eyþórsso...
Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?
Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...
Hvað eru hungurdiskar og hvernig myndast þeir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég sá sérstætt ísfyrirbrigði á mynd í gær, hringlaga skífur, þar sem brúnirnar virtust heldur þykkari en miðjan. Þetta var á reki í á sem rennur úr Meðalfellsvatni 11. nóvember, þar sem nokkrir félagar úr Fókusklúbbi áhugaljósmyndara voru á ferð. Einn maður viðstaddur myndasýn...
Hverjir voru Neró, Cládíus og Calígúla og hvað gerðu þeir sér til frægðar?
Neró og Calígúla voru rómverskir keisarar sem unnu sér það helst til frægðar að þykja óhæfir sem stjórnendur þrátt fyrir ytri gjörvileika, enda biðu þeirra beggja voveifleg örlög á keisarastólnum. Cládíus, sem var keisari á eftir Calígúla en á undan Neró, var hins vegar talinn heimskur á fyrri árum sínum en reyndi...
Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?
Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. Hin fitugerðin er svokö...
Hvers vegna klofnaði Rómverska keisaradæmið í austur- og vesturhluta?
Skipting Rómaveldis í austur- og vesturhluta varð til á löngum tíma. Segja má að stjórnarkreppur og valdaátök hafi átt sinn þátt í að kljúfa ríkið en aðstæður í austur- og vesturhluta ríkisins voru einnig gerólíkar. Rómaveldi varð í reynd að keisaradæmi árið 27 f.Kr. enda þótt það væri enn þá lýðveldi að nafnin...
Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?
Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...
Hvað er kal og hvers vegna skemmir það gras?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Af hverju hefur ekki verið sett salt á klakann á grasinu, skemmir það grasið? (Árni Gíslason). Hvað má klaki liggja lengi á golfvelli án þess að kal myndist? (Hannes Sveinsson). Kalskemmdir eru skemmdir sem beint eða óbeint má rekja til kulda. Bein áhrif kuldan...
Hvað er rampur í bílum?
Spurningum af þessum toga geta menn fengið svar við á stundinni á Veraldarvefnum í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Þar kemur fram að rampur er ekki hluti af bíl heldur þýðing á enska orðinu 'ramp' sem einnig má þýða sem skábraut. Það er líklega betri og gagnsærri þýðing, að minnsta kosti fyrir þá sem kannast ekki...
Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?
Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...
Hver var Hektor í rómversku sögunni?
Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu. Lík Hektors borið til Tróju. Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna vi...