Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1109 svör fundust

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?

Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu. Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóra...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hans Tómas Björnsson rannsakað?

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum (e. translational medicine) og barnalækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir klínískrar erfðafræði við Landspítala Háskólasjúkrahús. Hann er einnig dósent í barnalækningum og erfðafræði við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore. Rannsóknir Hans Tómasar hafa snúið a...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?

Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá j...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Heklugosið 1104?

Hekla er megineldstöð, en það merkir meðal annars að þar gýs aftur og aftur. Eldstöðvakerfi Heklu er um 40 km langt og sjö km breitt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar? Gos í Heklukerfinu eru flokkuð í þrennt:öflug þeytigosblönduð g...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?

Lagið sem flestir kannast við undir heitinu Skín í rauðar skotthúfur er franskt þjóðlag. Í Frakklandi er það þekkt undir heitinu Allons, bergers, partons tous eða Quand Dieu naquit à Noël. Íslenski textinn er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson (1944-1992). Lagið kom fyrst út með íslenskum texta á hljómplötu Eddukó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau áhrif á galdramál á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað voru réttarhöldin í Salem árið 1692 og höfðu þau einhver áhrif á það hvernig málin þróuðust á Íslandi á þessum tíma? Síðari spurningunni er auðsvarað: Réttarhöldin í Salem gætu ekki hafa haft áhrif á þróun sambærilegra mála á Íslandi því galdramálum á Íslandi var að mestu...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England?

Árið 1517 hófst tímabil harðvítugra þjóðfélagsátaka í Evrópu með uppreisn mótmælenda gegn valdi kaþólsku kirkjunnar. Næstu 100-200 ár eða svo voru mikill ólgu- og átakatími, þegar átök milli mótmælenda og kaþólskra bylgjuðust fram og aftur um álfuna, oft með afar flóknum hætti eins og í 30 ára stríðinu. Á þessum t...

category-iconHugvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?

Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconTrúarbrögð

Eru guðstrú og vísindahyggja með öllu ósamrýmanleg?

Stutta svar höfundar er nei, það er guðstrú og vísindahyggja eru ekki með öllu ósamrýmanleg. Svar við spurningunni er þó umdeilanlegt og hlýtur að vera háð reynsluheimi og jafnvel trú eða trúleysi þess sem svarar. Í því tilliti er rétt að taka fram að umrætt svar er frá raunvísindamanni á sviði efna- og eðlisfræði...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hefur glæpatíðni aukist á Íslandi undanfarin ár?

Þegar rætt er um glæpatíðni er átt við fjölda afbrota miðað við íbúafjölda, oftast mælt sem fjöldi skráðra brota á hverja 10.000 íbúa á ári. Þetta gerir okkur kleift að bera saman afbrotatölur milli ára og milli landa, og taka um leið tillit til þess að fólksfjöldi getur verið mjög ólíkur sem hefur áhrif á fjölda ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconStærðfræði

Hvað er Fibonacci-talnaruna?

Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...

Fleiri niðurstöður