Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8681 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjir voru forfeður kríunnar?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Svonefndur öglir (Archaeopteryx) er best þekkti frumfuglinn og við getum þess vegna sagt að öglir sé forfaðir kríunnar. Öglir eins og listamaður ímyndar sér að hann hafi litið út. Öglir var um 25 cm hár þegar hann stóð uppréttur. Öglir var fiðraður en hann gat að öll...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?

Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?

Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthva...

category-iconOrkumál

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu. Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má mér ekki langa?

Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir verða höfrungar?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti) og eru þeir fjölskipaðasta ættin. Í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Háhyrningurinn Keikó varð 25 eða 26 ára gamall. Höfrungar eru líkt og aðrir hvalir langlífar skepnur og geta nokkrar tegundir þeirra, svo sem háhyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel

Orðið parísarhjól er komið í málið úr dönsku og mun ekki hafa neitt með París að gera. Á dönsku heitir hjólið pariserhjul, á þýsku Riesenrad og á ensku eins og fram kemur í spurningunni Ferris wheel. Í dönsku er pariserhjul talið aðlögun að orðinu Ferris wheel. Á myndinni sést parísarhjólið sem var helsta stol...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við hjúkket eða hjúkk þegar okkur er létt?

Hjúkk eða hjúkket er algeng upphrópun á vefmiðlum þótt ekki sé hana að finna í íslenskum orðabókum. Ég hef víða spurst fyrir um upprunann og virðist hann vefjast fyrir mönnum. Ég spurði meðal annars enska og norræna málfræðinga á málþingi nýlega og enginn kannaðist við þetta úr sínu máli. Ein tillaga sem ég fékk v...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir orðið "heljarskinn"?

Heljarskinn var viðurnefni nokkurra manna til forna. Þannig er Þórólfur heljarskinn nefndur í Vatnsdælu, Geirmundur heljarskinn í Grettis sögu og þeir tvíburabræður Geirmundur og Hámundur heljarskinn í Sturlungu þar sem þessi lýsing er á þeim bræðrum:En þessi er frásögn til þess að þeir voru heljarskinn kallaðir a...

category-iconHugvísindi

Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?

Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?

Skýringuna á því að við erum með hendur og þumalputta má finna í langri þróunarsögu okkar og forfeðra okkar. Með tilliti til þróunar getum við einfaldlega kallað hendur okkar framfætur en eftir að við fórum að standa upprétt þá gátum við notað framfæturna, það er hendurnar, til annarra verka, svo sem við að handfj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru köngulær til?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...

category-iconJarðvísindi

Hvað er innst inni í jörðinni?

Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...

category-iconHugvísindi

Hvað eru dróttkvæði?

Dróttkvæði er fornnorrænn skáldskapur sem flokkast ekki sem eddukvæði. Saman mynda dróttkvæði og eddukvæði tvær höfuðgreinar fornorræns skáldskapar. Kveðskapur af ýmsu tagi hefur verið spyrtur saman undir hugtakinu dróttkvæði og í fyrsta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er að finna ágæta flokkun Vésteins Ólasonar á ...

Fleiri niðurstöður