Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?
Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....
Er vitað um hákarlaárásir á menn við Ísland?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hefur hákarl einhvern tíma ráðist mann í kringum Ísland? Ef ekki, er þá til eitthvert dýr við Ísland sem mundi ráðast á mann ef það gæti það?Hér er einnig svarað spurningunum:Er vitað um einhver tilvik þar sem hákarl hefur ráðist á einhverja skepnu við Ísland?Geta selir við Í...
Um hvað fjalla Hómerskviður?
Hómerskviður eru tvær, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Ilíonskviða er talin vera eldri, ort um 750 f. Kr. Ilíonskviða Ilíonskviða fjallar um atburði Trójustríðsins, þegar Akkear (Grikkir) sátu um Trójuborg. Ilíonsborg er annað heiti á Tróju en stofnandi borgarinnar var sagður hafa verið Ilíos. Umsátrið, sem ...
Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?
Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...
Hver eru einkenni járnskorts?
Járn er líkamanum nauðsynlegt til að mynda blóðrauða sem flytur súrefni og koltvíoxíð um blóðrásina. Einnig er það nauðsynlegt fyrir ýmis ensím eða efnahvata til þess að þeir starfi eðlilega. Járnskortur leiðir til blóðleysis en vegna ensímanna veldur hann ýmsum öðrum einkennum í líkamanum eins og nánar verður vik...
Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...
Hvernig tímasetja palolo-ormar hrygningu?
Palolo-ormar eru tegundir burstaorma (polychete) innan ættarinnar Eunicidae. Fullorðnir palolo-ormar eru allt að 40 cm á lengd. Þeir eru með liðskiptan líkama og á hverjum lið er útlimur eða bursti eins og áberandi greinótt tálkn. Á höfði dýranna eru áberandi skynangar. Karldýrin eru yfirleitt rauðbrún að lit en k...
Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?
Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni. Nokkrar ...
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?
Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...
Er hægt að smitast af krabbameini?
Það sem einkennir krabbamein er að frumur í tilteknum vef eða líffæri hætta að skynja sig sem hluta af heildinni, en fara þess í stað að skipta sér óháð þörfum líkamans. Annað einkenni á krabbameinsfrumum er að þær geta rutt sér leið yfir í vefi sem liggja nálægt upprunastaðnum. Þannig geta þær komist inn í sogæða...
Hvað getur þú sagt mér um Skaftafell og hver er saga þjóðgarðsins þar?
Skaftafell er gömul bújörð og vinsæll áfangastaður ferðamanna í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Nafnið er dregið af fjallsrana sem gengur til suðurs úr Vatnajökli. Skriðjöklar falla fram beggja vegna Skaftafells og setja sterkan svip á umhverfið. Yfir þeim gnæfa tignarleg og brött fjöll þar sem Hvannadalshnúk í ...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Hver var Niccolò Machiavelli?
Niccolò Machiavelli er talinn vera einn helsti hugsuður endurreisnarinnar á Ítalíu. Hann fæddist í Flórens árið 1469 á þeim tíma sem borgin var að festa sig í sessi sem miðstöð menningar og viðskipta á Ítalíu. Hann starfaði sem embættismaður en þótti einnig ljómandi gott skáld og eru sum verka hans talin vera með ...
Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál?
Ef spurt er um einkenni íslensks nútímamáls hlýtur svarið að fara að verulegu leyti eftir því við hvað er miðað. Ef við miðum til dæmis við íslenskt fornmál er mesti munurinn sjálfsagt fólginn í því að orðaforði íslensks nútímamáls er margfalt stærri. Heildarfjöldi mismunandi orða í öllum helstu Íslendingasögum (ú...