Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7105 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?

Ísland er auðugt af vatni og er talið að ástand vatns sé almennt gott. Unnið hefur verið að því síðan árið 2011 að greina hver staða vatns hér á landi er í raun í verkefninu Stjórn vatnamála. Í tengslum við verkefnið var stigið fyrsta skrefið í álagsmati á vatni sem var birt í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta hagamýs?

Hér er einnig svarað spurningunni:Éta mýs ost? Hagamýs lifa villtar í náttúru Íslands og éta það sem þær finna og ætilegt er í nágrenni við bústaði sína (holur í jarðvegi eða glufum). Hagamýs safna forða í holur sínar og ganga í hann yfir vetrarmánuðina þegar lítið er um annað æti. Þetta eru gjarnan ber sortulyng...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?

Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu. Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk. Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landná...

category-iconLögfræði

Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ef að tveir menn lenda í slagsmálum og valda jafnmiklum áverkum á hvorn annan, geta báðir kært og fengið jafnþungan dóm hvor um sig eða teljast þeir kvittir? Hér er spurt um slagsmál eða einhvers konar líkamsárás tveggja aðila og þá koma til skoðunar greinar nr. 217 og 218 í a...

category-iconHagfræði

Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar? Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?

Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...

category-iconHagfræði

Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?

Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér: Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll? Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðu...

category-iconBókmenntir og listir

Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra. Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að mið...

category-iconJarðvísindi

Hver var Leó Kristjánsson og hvert var framlag hans til bergsegulmælinga?

Leó Kristjánsson (1943-2020) var jarðeðlisfræðingur. Hann stundaði um áratuga skeið bergsegulmælingar á Íslandi og túlkun þeirra, bæði í jarðfræðilegu augnamiði og með tilliti til þess hvernig jarðsegulsviðið hefur breyst í tímans rás. Þegar fljótandi bergkvika storknar varðveita örsmáar járnagnir í berginu seguls...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin?

Því er líkast sem íslenskar húsmæður hafi fengið langþráða útrás fyrir innibyrgða sköpunargáfu sína í kökubakstri fyrir jólin á fyrri hluta 20. aldar. Bar þar margt til. Í fyrsta lagi höfðu ýmis ný efni til kökugerðar tekið að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, hveiti og annað mjölkyns, dropar og...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Í hvaða fæðutegundum er A-vítamín?

Lýðheilsustöð og Matvælastofnun standa saman að vefsíðu með upplýsingum og fræðslu um helstu vítamín og steinefni. Þar segir meðal annars um A-vítamín:Góðir A-vítamíngjafar í fæðu eru lýsi og lifur, sérstaklega fisklifur en einnig lamba- og svínalifur. Þá er töluvert A-vítamín í mjólk, smjöri, osti, eggjum og smjö...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru litir?

Litir verða til í merkilegu samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila. Samkvæmt eðlisfræðinni getur rafsegulsvið myndað bylgjur sem berast um rúmið rétt eins og bylgjur á vatnsfleti eða hljóð í lofti. Ljósið sem við sjáum með augunum er...

Fleiri niðurstöður