Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 975 svör fundust
Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?
Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...
Hvers konar rit er Sturlunga?
Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...
Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...
Hvað er ritstuldur?
Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...
Hver uppgötvaði stofnfrumur og hvenær voru þær fyrst notaðar til lækninga?
Orðið stofnfruma kemur fyrst fyrir í fræðitexta árið 1868 þegar þýski fósturfræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) notaði orðið stamzelle um einfrumung sem síðar þróaðist yfir í fjölfrumulífveru, en í bók sinni velti Haeckel meðal annars fyrir sér frumulíffræðilegum grundvelli þróunarkenningar Darwins. Síðar notað...
Af hverju lenti Ódysseifur í öllum þessum ævintýrum á leiðinni heim frá Trójustríðinu?
Í stuttu máli er það vegna afskipta guðanna. Í upphafi Ódysseifskviðu segir:Sá maður þoldi á hafinu margar hugraunir, þá hann leitaði sjálfum sér lífs og heimkomu förunautum sínum. Og fékk hann þó ekki að heldur frelsað félaga sína, hvað feginn sem hann vildi, því þeir tortímdust sökum illverka sinna, er þeir fáví...
Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...
Hvenær urðu fimleikar til og hver fann þá upp?
Fimleikar er íþrótt sem felur í sér ýmsar æfingar þar sem saman fara styrkur, liðleiki, samhæfing, snerpa og jafnvægi. Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Á Íslandi eru fyrst og fremst stundaðir áhaldafimleikar og hópfimleikar. Áhaldafimleikar eru aðallega einstaklingsíþrótt en þó er e...
Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?
Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...
Hvað er blóðtappi og hvernig myndast hann?
Einnig var spurt:Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? Áður hefur verið fjallað um blóðtappa í hægra og vinstra heilahveli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er blóðtappi? Í blóðinu eru efni og ferlar sem stjórna því að blóð storknar þegar á þarf að halda, til dæmis til að loka sári og til...
Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...
Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?
Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...
Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?
Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...
Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? (Ágústa Guðmundsdóttir)Hafa tölvuleikir vond áhrif á börn? Ef svo er hvers vegna? (Andrés Garðar)Eru títtnefndir bardagatölvuleikir á borð við Quake og Half-Life taldir hættulegir börnum og unglingum? (Frosti He...
Hvað getið þið sagt mér um persónuleika, uppeldi og meðgöngu þýskra fjárhunda?
Þýski fjárhundurinn (e. German Shepherd, Alsatian, þ. Schäferhund) er sennilega frægasta hundakyn sem komið hefur frá Þýskalandi. Þessir hundar eru annálaðir fyrir trygglyndi, greind, hugrekki og aðlögunarhæfni. Þeir henta ákaflega vel til þjálfunar og eru mikið notaðir til lögreglu- og herstarfa, sem leitar- og b...