Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8204 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í orrustunni um Saipan í síðari heimsstyrjöldinni?

Kyrrahafsstríðið hófst með árás Japana á Pearl Harbor hinn 7. desember 1941. Í kjölfarið fylgdu örir landvinningar og sigrar Japana sem lögðu undir sig landsvæði allt að Indlandi til vesturs, Nýju-Gíneu til suðurs og Wake-eyju og Gilberts-eyja til austurs. Þetta var mikil sigurganga og gefur til kynna þá miklu yfi...

category-iconLífvísindi: almennt

Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?

Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað voru Púnverjastríðin?

Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...

category-iconStjórnmálafræði

Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?

Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? H...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?

Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig komst Adolf Hitler til valda?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað varð til þess að Hitler komst til valda? Þetta er ágætis spurning enda fróðlegt að skoða hvernig Þýskaland gat breyst úr lýðræðisríki í einræðisríki á innan við tveimur árum. Í svarinu verður stiklað á stóru en sagan er auðvitað mun flóknari. Nánast allir einræðisherrar...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?

Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um borgina Medína Azahara?

Borgin Medína Azahara kallast öðru nafni Madīnat al-Zahrā. Nafnið þýðir bókstaflega hin skínandi borg og var hún höfuðborg Al-Andalus á tímum Umayyad-kalífadæmisins. Borgin var 112 hektarar, staðsett í 5 km beinni loftlínu norðvestur af Córdoba á suðurhlíð Djabal al-Arūs, það er „Brúðarfjallinu“, vi...

category-iconHagfræði

Hvaða þættir stýra launamun á Íslandi?

Hugtakið launamunur kemur fyrir í samanburði milli einstaklinga, hópa, starfa, atvinnugreina og stéttarfélaga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Kjaratölfræðinefnd[1] vinnur með fjögur grunnhugtök: Grunnlaun, regluleg laun, regluleg heildarlaun og heildarlaun. Auk þess er Kjaratölfræðinefnd nýlega farin að halda sérstakl...

category-iconLæknisfræði

Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?

Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

category-iconBókmenntir og listir

Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?

Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?

Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...

Fleiri niðurstöður