Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6579 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Halda mýs að leðurblökur séu englar?

Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um ljón?

Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna hverfur lyktarskynið?

Lyktar- og bragðskyn eru nátengd. Bragðlaukarnir sem skynja bragð eru á tungunni og lyktarsvæðið sem skynjar lykt er efst í nefholi. Bragð eins og súrt eða sætt getum við skynjað án lyktarskyns en flóknari tegundir bragðs getum við aðeins skynjað rétt með samspili bragðs og lyktar. Lykt og bragð veitir okkur ý...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kynímynd?

Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...

category-iconVísindi almennt

Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?

Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconHeimspeki

Hvað er smættarkenning?

Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju melta meltingarfærin ekki sjálf sig um leið og þau melta fæðu?

Þetta er mjög góð spurning, því að líkami okkar er einmitt gerður úr sams konar efnum og eru í fæðu. Bæði magasýra og meltingarensím gætu stuðlað að niðurbroti meltingarfæra, en gera það ekki. Magasýrufrumur í magaslímu, innsta lagi meltingarvegarins, seyta saltsýru (HCl) út í magaholið. Magavökvinn þar getur ...

category-iconVísindavefur

Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Hás...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega að þetta gerist ekki. Hvorki vatn (H2O) né vetnisperoxíð (H2O2) innihalda kolefni (C) og því getur sykur ekki myndast með nokkru móti. Hér verður hins vegar svarað spurningunni "Hvers vegna mælist sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur út í glas...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er?

Því miður er það nú svo að fólk viðhefur ýmiss konar óeðli. Ritstjórn Vísindavefsins hefur til dæmis spurnir af fólki sem fer öfugu megin fram úr rúminu, klæðir sig í hægri sokkinn á undan þeim vinstri, hengir klósettrúllurnar upp þannig að endinn á pappírnum snúi inn og þrjóskast við að skrifa nafnið Anna aftur á...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?

Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?

Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu:Ef efnisklumpur brennur ekki í geimnum vegna súrefnisskorts hvers vegna er þá sólin einn allsherjarbruni?Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi? segir meðal annars...

category-iconLandafræði

Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum?

Hér er einnig svar við spurningunum: Hvað getur frost orðið mikið á norður- og suðurpólnum?Hversu mikið var mesta frost sem mælst hefur í heiminum? Suðurskautslandið er um 14,2 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og telst fimmta stærsta heimsálfan. Það er að mestu leyti þakið ísskildi og er þykkt hans að me...

Fleiri niðurstöður