Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8504 svör fundust
Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...
Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...
Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar á lífríki Surtseyjar?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Vísindamönnum varð snemma ljóst að myndun eyjunnar gaf ekki aðeins einstakt tækifæri til að rannsaka virka jarðfræðilega ferla heldur einnig landnám lífríkis á nýju landi. Grannt hefur verið fylgst með landnámi tegunda all...
Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?
Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...
Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?
Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um...
Af hverju er sagt að 1+1=2 ef það er búið að sanna að það sé 1?
Svo virðist sem spurningin vísi í svarið sem við vorum að birta í morgun þar sem gefið var dæmi um "sönnun" á því að 1 = 2. En þetta er að sjálfsögðu ekki raunveruleg sönnun og getur því ekki orðið grundvöllur frjórrar framhaldsumræðu. Þeir lesendur sem halda að við höfum verið að sýna rétta sönnun ættu að lesa sv...
Hvaðan kemur orðið lestrarhestur?
Orðið lestrarhestur er tökuorð úr dönsku læsehest og hefur verið notað að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Danmörku var orðið áður fyrr talið fremur niðrandi um þann sem mikið liggur í bókum og samheiti við bogorm sem við þekkjum sem bókaormur. Í nýjum orðabókum virðist læsehest í dönsku hafa fengið...
Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?
Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum...
Hver fann upp bréfaklemmuna?
Uppfinning bréfaklemmunnar er vanalega eignuð Norðmanninum Johan Vaaler sem fyrstur manna fékk einkaleyfi á bréfaklemmu árið 1899. Vaaler, sem hafði lært rafeindatækni og stærðfræði, fékk einkaleyfið í Þýskalandi þar sem engin einkaleyfislög voru til í Noregi á þessum tíma. Árið 1901 fékk hann einkaleyfi á uppfi...
Hver er þessi Hilmir í titlinum á íslensku þýðingunni á þriðju bókinni í Hringadróttinssögu?
Spyrjandi bætir við að íslenska þýðingin á „Return of the King“ er „Hilmir snýr heim“. Orðið hilmir merkir 'konungur' og var oft notað í kenningum í fornu skáldaskaparmáli. Það er skylt orðinu hjálmur og vísar líklegast til hermennsku. Þýðandi Hringadróttinssögu hefur gripið til þessa orðs í þýðingu sinni á...
Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?
Atviksorðið sér ‘út af fyrir sig, sérstaklega’ stendur stundum með nafnorðum með greini og er þá notað til þess að lýsa hneykslun eða vantrú á einhverju eða einhverjum. Oft er til dæmis sagt sér er nú hver vitleysan í merkingunni ‘fyrr má nú vera heimskan/vitleysan’. Orðið lukka er tökuorð í íslensku og merkir...
Hvað merkir orðið bóhem?
Orðið bóhem er tökuorð, komið í íslensku úr dönsku boheme og merkir ‘léttúðarmaður, lausingi, maður sem telur sig ekki bundinn af hefðbundnum reglum’. Í dönsku er það tekið að láni úr frönsku bohème í merkingunni ‘sígauni’. Upphaflega var átt við mann frá Bæheimi en þaðan kom fjöldi sígauna til Vestur-Evrópu....
Hvaðan kemur orðatiltækið „að sleppa með skrekkinn“?
Orðasambandið að sleppa með skrekkinn merkir 'að komast naumlega frá einhverju óþægilegu og er notað þegar minna verður úr áfalli eða slysi en á horfðist um stund'. Orðasambandið er erlent að uppruna, sennilega komið hingað úr dönsku, slippe med skrækken. Skræk í dönsku merkir 'ótti, hræðsla' og var tekið upp í...
Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?
Þær reikistjörnur sem menn vita um með vissu og þekkja aldur á eru í okkar sólkerfi. Sólkerfið í heild myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Því mætti segja að allar reikistjörnurnar séu jafngamlar og rúmlega 4,5 milljarða ára. Myndunarsaga sólkerfisins er hins vegar nokkuð flókin. Í stuttu máli má segja að só...
Af hverju erum við í nærbuxum? Er það félagslegt eða vegna þæginda?
Nærbuxur hafa væntanlega þróast fyrst sem hlífðarfatnaður, en öðlast síðan táknræna merkingu með ýmsum hætti í tímans rás. Mannfræðingar hafa í rannsóknum sínum fundið og sagt frá fjölmörgum þjóðflokkum víðs vegar um heim, sem ganga um án þess að fara í buxur eða skýlu. Því verður ekki sagt að nærbuxnan...