Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1131 svör fundust
Við hvað fást þeir sem stunda þroskasálfræði?
Þroskasálfræðingar fást við rannsóknir sem tengjast þroska eða sálrænum breytingum sem verða yfir æviskeiðið. Framan af var hugtakið þroskasálfræði nánast samheiti barnasálfræði en nú líta flestir svo á að þroskasálfræði taki til breytinga sem verða yfir alla ævina. Þannig er öldrun og öldrunarsálfræði hluti af þv...
Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?
HIV-veiran berst á milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði. Smit getur átt sér stað við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla ef annar aðilinn er með veiruna. Einnig berst smit með sprautum eða sprautunálum sem mengaðar eru af HIV og við blóðgjöf ef blóðið er sýkt af veirunni. Smit getur lí...
Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á framleiðslu sæðis?
Rafsegulgeislun fartölvu, til dæmis þegar hún er tengd þráðlausu neti, hefur fremur lága tíðni og flytur litla orku, minni en geislun frá farsímum og margfalt minni en til dæmis röntgengeislun. Í rannsóknum á áhrifum rafsegulsviðs á frumur, meðal annars sæðisfrumur, hafa menn greint breytingar á starfsemi þeir...
Hvort er betra að reykja rafrettur eða sígarettur?
Nánast allt er skaðminna en að halda áfram að reykja. Í því ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Rafrettan er að öllum líkindum mun skárri kostur en sígarettur en enn er of stuttur tími síðan þær komu á markað...
Hvað gera þjóðfræðingar?
Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...
Er gos fitandi?
Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...
Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...
Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...
Hvað merkir aðventa?
Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...
Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Hefur saltneysla (NaCl) innan skynsamlegra marka slæm áhrif á heilsuna?
Hófleg neysla matarsalts (NaCl) hefur að öllum líkindum ekki slæm áhrif á heilsuna. Í Manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga er sagt æskilegt að saltneysla fari ekki yfir 8 grömm á dag hjá heilbrigðum einstaklingum, en almennt er einstaklingum sem hafa of háan blóðþrýsting ráðlagt að neyta ekki meira en 5 gramma á da...
Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?
Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit. Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið sko...
Hvað er sortuæxli og hvað gerir það?
Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæðingarbletti. Örsjaldan geta þessi æxli einnig vaxið út ...
Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit?
Í svarinu er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Af hverju erum við ekki með eins lituð augu? Af hverju erum við með lit á augunum? Lithimna kallast vöðvarík himna í auganu sem umlykur sjáaldrið og liggur framan við augasteininn. Augnlitur fólks ræðst af lit lithimnunar. Samdráttur í vöðvum h...