Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8532 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?

Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?

Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?

Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um t...

category-iconLæknisfræði

Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?

Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Inflúensa er veir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess? Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sjá súrefni?

Súrefni er tvíatóma sameind. Það er gert úr tveimur súrefnisfrumeindum og sameindaformúla þess er O2. Orðið súrefni er þýðing á erlenda orðinu oxygen. Oxys þýðir 'súr' og gennan 'að mynda' sem vísar til þess að súrefni er efni sem myndar sýrur. Súrefni er einnig kallað ildi, dregið af orðinu eldur, en súrefni er s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gusthlaup?

Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið. Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti verið að örnefnið Gormur í gömlu Múlasveit sé komið úr keltnesku?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Vestur í gömlu Múlasveit, nánar tiltekið á Svínanesinu, er örnefnið Gormur. Þetta er mjög blautur mýrarfláki ofan við Berufjörð. Í Reykhólasveit er mýrarfláki með sama nafni. Nú langar mig að vita hvort þessi örnefni gætu verið komin úr keltnesku? Með örnefninu Gormur er lí...

category-iconÞjóðfræði

Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?

Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi? Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859: jeg lofaði því upp í ermina mína að ...

category-iconLögfræði

Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?

Sú háttsemi sem spyrjandi lýsir hér er skilgreint sem varp í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með varpi er átt við það þegar skipum eða öðrum hlutum er fleygt í hafið, vísvitandi án lögmæts tilgangs. Varp nær einnig yfir það þegar fljótandi efnum er hellt í sjó. Varp er almennt óheimilt skv. 9. gr. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt? Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafni...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á geni og DNA?

Í stuttu máli er munurinn þessi: DNA er gert úr löngum kjarnsýrukeðjum og skiptist í starfseiningar sem kallast gen. Gen eru því hluti af DNA. DNA er erfðaefni allra lífvera og öll gen lífvera eru úr DNA. Í DNA-inu er hins vegar fleira að finna en aðeins gen. Genin eru á litningum sem eru DNA-þræðir í kjarna fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru lóðir undir hús virkilega nefndar eftir verkfæri til að mæla þyngd?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru lóðir (land undir hús) nefndar eftir, að því er virðist, verkfæri til að mæla þyngd. Hver er uppruni orðsins lóð sem land undir hús? Til gamans má nefna að spyrjandi vinnur við að afmarka jarðir, lönd og lóðir Íslands. Nafnorðið lóð er til í tveimur kynjum, ...

Fleiri niðurstöður