Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1822 svör fundust
Hvað heldur sólkerfinu saman?
Þyngdarkrafturinn, sami kraftur og heldur okkur á jörðinni, heldur öllu sólkerfinu saman. Í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? segir: Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við mass...
Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?
Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...
Geta konur verið með dreyrasýki eða eru þær alltaf bara arfberar?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Eru 50% líkur á því að kona sem á pabba sem er blæðari og mömmu sem er arfberi verði blæðari eða eru konur alltaf arfberar? Ef faðir er blæðari og móðir arfberi eru helmings líkur á að stúlkufóstur verði arfhreint um X-tengt dreyrasýkigen. Aftur á móti fæðast ekki slík stúl...
Ef fólk heldur áfram að menga sjóinn deyja þá allir fiskarnir í sjónum?
Þetta er nú líklega einum of djúpt tekið í árina. Lífríki sjávar er afar fjölskrúðugt. Þar eru fjöldamargar tegundir fiska sem lifa við alls konar skilyrði, í köldum sjó eða heitum, djúpt eða grunnt, í mjög söltu vatni eða næstum fersku, í sjó með mismunandi efnasamsetningu og svo framvegis og svo framvegis. Tegun...
Er MND arfgengur sjúkdómur?
MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...
Hvers vegna er himinninn blár?
Litir hluta ráðast að miklu leyti af því hvaða bylgjulengdum ljóss þeir endurvarpa; bláir hlutir hafa þann lit af því að þeir endurvarpa ljósi sem við köllum blátt og svo framvegis. Ef hluturinn er gagnsær eins og lofthjúpurinn getur liturinn líka ráðist af því hvaða ljósi hann hleypir gegnum sig. Ljósið f...
Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?
Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamy...
Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?
Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...
Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?
Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...
Af hverju hefur fólk mismunandi háralit?
Háralitur hagar sér í rauninni alveg eins og ýmsir aðrir eiginleikar sem ganga í erfðir, til dæmis augnlitur, blóðflokkur, augnsvipur, munnsvipur, lögun nefs, líkamsstærð, vaxtarlag og svo framvegis. Hægt er að líta svo á að spurningin sé í rauninni ein og hin sama í öllum dæmunum: Af hverju erum við ekki öll eins...
Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?
Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...
Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...
Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...
Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?
Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...
Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?
Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...