Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 795 svör fundust
Hvað hefur áhrif á kyneinkenni og kynhneigð?
Stutta svarið Eiginleikar einstaklinga allra tegunda á jörðinni mótast af þremur þáttum: erfðum, umhverfi og tilviljunum. Breytileiki milli einstaklinga mótast einnig af samspili þáttanna þriggja. Þessir þrír þættir, og samspil þeirra á milli, hafa þess vegna áhrif á kyn, kyneinkenni, kynvitund og kynhneigð fól...
Hvert var helsta hlutverk klaustra á miðöldum?
Hér verður aðallega fjallað um nunnuklaustrin tvö á Íslandi: Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðarklaustur. Frá því snemma á miðöldum voru klaustur helstu menningarstofnanir í Vestur-Evrópu. Þau geymdu og ávöxtuðu arf frá tímum Grikkja og Rómverja sem fléttaðist svo saman við kristnar kenningar. Sögur af helgum mö...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Eru sjávarskrímsli til?
Allt frá fyrstu tíð virðist mannskepnan hafa óttast hið óþekkta og fyllt upp í eyður þekkingar sinnar með ímyndunaraflinu. Stærstu ósvöruðu spurningar nútímans leynast í óravíddum geimsins og alheimsins og fjöldamörg dæmi úr vísindaskáldsögum bera ímyndunarafli okkar fagurt vitni. Fyrr á öldum var himinninn meira ...
Gat fólk skilið í gamla daga?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...
Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)? Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins...
Hver var Edwin Hubble og hvernig breytti hann heimsmynd okkar?
Fáir vísindamenn tuttugustu aldar hafa haft jafnmikil áhrif á heimsmynd okkar og bandaríski stjarnvísindamaðurinn Edwin Powell Hubble (1889-1953). Hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið. Og ekki nóg með það, heldur sýndi hann líka að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnu...
Hver er munurinn á kommúnista og femínista?
Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...
Hver fann upp úrið?
Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...
Hvenær lauk fyrri heimsstyröldinni?
Heimsstyrjöldinni fyrri lauk formlega þegar vopnahlé tók gildi á vesturvígstöðvunum kl. 11:00 mánudagsmorguninn 11. nóvember 1918. Fulltrúar Þýskalands höfðu undirritað vopnahlésskilmála bandamanna í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Norður-Frakklandi klukkan 5:10 að morgni þessa dags. Talið er að nær þrjú þúsu...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Hvað eru sáðskipti?
Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...
Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?
Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...
Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...
Hvað getið þið sagt mér um Duchenne vöðvarýrnun?
Vöðvarýrnanir (muscular dystrophies) eru flokkur vöðvasjúkdóma sem veldur vöðvarýrnun og kraftleysi. Mjög mismunandi er hversu alvarleg og útbreidd einkennin eru, en þau koma oft fram í æsku. Þessir sjúkdómar eru arfgengir og eru rúmlega 30 mismunandi tegundir þekktar. Greint er á milli mismunandi sjúkdóma út frá ...