Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4798 svör fundust
Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?
Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...
Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?
Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...
Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?
Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga. Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langu...
Hvenær var byssan fundin upp?
Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...
Er hægt að taka greindarpróf á netinu og ef svo er á hvaða síðum?
Í venjulegum greindarprófum fær fólk spurningar sem það svarar með því að krossa við þann svarmöguleika sem það telur réttastan. Þegar búið er að svara öllum spurningum í prófinu er greindarvísitala reiknuð út. Flestir fá eitthvað í kringum 80-120, en 100 er meðalgreind. Meira um þetta er hægt að lesa í svari Heið...
Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?
Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi. Í ...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Af hverju er lykt af prumpi og hver fann upp orðið prump?
Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi. Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump. Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum en öðrum ekki. Lyktin sem fylgir oft vindgangi...
Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?
Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð ...
Af hverju er talað um að menn séu apar?
Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...
Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?
Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...
Hvernig getur maður komið í veg fyrir mikinn svita þó maður sé ekki að reyna neitt á sig?
Svitamyndun er aðferð líkamans til að kæla sig. Þess vegna svitnum við meira í heitu veðri en köldu. Einnig svitnum við meira ef við erum undir andlegu eða tilfinningalegu álagi. Aðrar orsakir fyrir svita eru lágur blóðsykur, kryddaður matur, áfengi, ýmis lyf, koffín, líkamleg áreynsla, tíðahvörf hjá konum, krabba...
Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's Syndrome) er kennt við lækninn John Langdon Haydon Down sem lýsti því árið 1866. Vitneskja um að litningabreyting ætti hlut að máli kom hins vegar ekki fram fyrr en árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn og hefur tíðni hans á Íslandi verið metin um það bil 1 á hver 9...
Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?
Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...
Fann einhver upp samlokuna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku? Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich? Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. j...