Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað er allsherjarregla, hvar er hún skilgreind og hver er það sem skilgreinir hana á hverjum tíma?

Víða er í lögum vísað til allsherjarreglu, ekki síst í mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Er þá sagt að löggjafanum sé heimilt að takmarka mannréttindin í þágu allsherjarreglu. Þannig segir í 63. grein stjórnarskrárinnar að allir eigi rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hv...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að brjóta blað saman til helminga oftar en 8 sinnum, óháð flatarmáli og þykkt blaðsins?

Hér er margs að gæta og meðal annars þarf að huga að merkingu orðanna eins og oft er í slíkum spurningum. Þykkt pappírsins tvöfaldast við hvert brot og verður því fljótt svo mikil að ekki er lengur eðlilegt að tala um að "brjóta blað". Til að átta okkur á þykkt venjulegs pappírs getum við rifjað það upp að 400 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?

Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gró...

category-iconMannfræði

Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkam...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um agnirnar frá rafskautinu í örbylgjuofninum, eftir að þær hafa náð ofsahraða og hitað upp vatnssameindirnar í fæðunni? Borðum við þær, eru þær hættulegar?

Það er ekki rétt skilið hjá spyrjanda að örbylgjuofnar hiti fæðu með ögnum heldur fer hitunin fram með bylgjum, eins og kemur fram í svari Bryndísar Evu Birgisdóttur og Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur? . Vatnið í matnum hitnar af ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er regla Bells? Er hægt að nota hana til að afsanna óraunverulegar veraldir?

Spurningin í heild var upphaflega sem hér segir:Hver er Bells-reglan (Bell's theorem). Er hægt að nýta hana til að afsanna allar óraunverulegar veraldir fyrir utan þá sem við skynjum daglega, t.d. draumheima og aðra ,,andaheima"?Árið 1935 gaf Albert Einstein út grein ásamt tveimur starfsfélögum sínum, þar sem þeir...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

category-iconMannfræði

Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?

Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?

Hér er svarað eftirtöldum tveimur spurningum: Hvernig framkalla ofskynjunarlyf á borð við LSD ofskynjanir? Þ.e.a.s. hvernig verka þau á heilann?(spyrjandi: Hálfdán Pétursson)Hvað er ofskynjun? (spyrjandi: Ágústa Arnardóttir) Ofskynjun (hallucination) er þegar fólk skynjar eitthvað sem ekki á sér stoð í raunver...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði?

Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Þessi vefsíða [hlekkur óvirkur, 30.10.2010] sem spyrjandi benti okkur á og þau loforð um ávöxtun sem á henni er að finna eru gott dæmi um að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það mjög ólíklega satt....

category-iconHeimspeki

Eru jólasveinar til í alvörunni?

Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er kross tákn kristninnar?

Vegna þess að Kristur dó á krossi. Upphaflega gátu kristnir menn ekki hugsað sér að nota krossinn sem tákn sitt vegna þess að hann var aftökutæki líkt og gálgi eða byssa nú á dögum. Þegar lengra leið frá dauða Krists og áhersla var lögð á upprisu hans og sigur yfir dauðanum hætti krossinn þó að vera svo ógnvekjand...

category-iconHugvísindi

Hvaðan var Leifur heppni?

Leifur heppni var sonur Eiríks rauða sem er talinn einn af landnámsmönnum Íslands. Hann bjó á Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum en hrökklaðist þaðan og var dæmdur í þrjú ár af landinu. Hann hóf landnám á Grænlandi árið 986. Leifur er yfirleitt talinn vera íslenskur en samkvæmt Grænlendinga sögu fór hann í landale...

Fleiri niðurstöður