Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1323 svör fundust
Hver er munurinn á kirkju og kapellu?
Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða mött...
Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...
Hver er uppruni orðsins grautur?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins „grautur“? Tengist það á einhvern hátt flæmska orðinu „gruit“? Orðið grautur kemur fyrir í málinu þegar í fornum heimildum. Það þekkist vel í grannmálunum, í færeysku greytur, nýnorsku graut, sænsku gröt, dönsku grød < *grauti-, eiginlega ‘e-ð mulið, ko...
Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?
Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...
Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?
Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...
Af hverju eru nótur á píanói svartar og hvítar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Af hverju eru nóturnar á píanóinu bara hafðar svartar og hvítar? Og af hverju eru þær þá ekki svartar og hvítar til skiptis?Milli tveggja samliggjandi nótna á píanói, hvort sem þær eru báðar hvítar eða önnur hvít og hin svört, er svokallað hálftónsbil. Hálftónsbil fæst með þ...
Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?
Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...
Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?
Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...
Hvenær verður sandur að möl og möl að grjóti og grjót að steini?
Sandur, möl og steinar eru bergmylsna sem myndast hefur við rof og veðrun á föstu bergi. Roföflin sem oftast eru að verki eru jöklar, straumvötn, vindur og frost/þýða. Bergmylsna er flokkuð eftir kornastærð, það er þvermáli kornanna sem koma við sögu. Venjan er að miða við stærstu kornin en yfirleitt finnast fínni...
Hvað er blindsýn (blindsight)?
Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...
Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?
Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...
Hvað getið þið sagt mér um froskdýrin Atelopus pinangoi og Atelopus naney?
Atelopus pinangoi og Atelopus nanay eru smávaxnar körtutegundir af ættkvíslinni Atelopus. Til þessarar ættkvíslar teljast að minnsta kosti 84 tegundir. Helsta einkenni þeirra er skært og áberandi litafar. Þær eru dagförular, það er að segja virkar að degi til en halda sig til hlés í myrkri. Þessar tegundir finnast...
Hvað er gjóska?
Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Alþjóðlega fræðiheitið er tefra (e. tephra) dregið af grísku orði sem merkir aska. Á ensku er hugtakið 'pyroclastic debris' einnig notað yfir gjósku. Gjóska er tiltölulega nýtt orð í málinu. Þ...
Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...
Hver er saga rappsins?
Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...