Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7972 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei? Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmei...

category-iconMenntavísindi

Hvaða rannsóknir hefur Ragný Þóra Guðjohnsen stundað?

Ragný Þóra Guðjohnsen er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknarefni hennar snúa að ungu fólki og velferð þeirra í víðu samhengi; bæði tækifærum sem skapast á unglingsárum með því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og áskorunum sem verða á vegi þeirra. Rann...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Klara B. Jakobsdóttir rannsakað?

Klara B. Jakobsdóttir er fiskalíffræðingur og rannsóknir hennar lúta aðallega að brjóskfiskum (til dæmis gráskötu, tindaskötu, hákarli og öðrum háffiskum), djúpfiskum og djúpfiskasamfélögum. Áhugasvið hennar og rannsóknir hafa að mestu beinst að alhliða rannsóknum á líffræði þessara tegunda, en oft er lítið vitað ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?

Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi. Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjend...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ferðasúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kórvilla?

Í heild var spurningin svona: Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-? Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’. Elsta dæmi í r...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar. Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í an...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

category-iconJarðvísindi

Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934?

Um Dalvíkurskjálftann 1934 er einnig fjallað sérstaklega í svari við tveimur öðrum spurningum sem við bendum lesendum á að kynna sér: Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur? Í lok mars 1934 var...

category-iconLífvísindi: almennt

Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?

Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...

Fleiri niðurstöður