Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9672 svör fundust
Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...
Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni allri í framtíðinni, en einnig í hverri heimsálfu fyrir sig, í einstökum löndum, skilgreindum landsvæðum og borgum. Um mannfjöldaspár er fjallað í svari við ...
Hversu kaldir eru jöklar?
Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...
Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er? Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því...
Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?
Borgarfjarðarbrúin, brúin yfir Borgarfjörð við Borgarnes, er lengsta brú landsins, 520 m löng. Hafist var handa við gerð hennar árið 1975 en hún var vígð í september 1981. Smíði brúarinnar þótti mikið afrek á sínum tíma og eitt stærsta verk sem Vegagerðin hafði þá ráðist í. Með tilkomu brúarinnar styttist hringveg...
Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...
Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?
Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í ...
Hvað er hljóðlíking?
Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...
Hvert var hlutverk hinnar svokölluðu „joy division“ hjá nasistum í seinni heimsstyrjöldinni?
Með spurningunni er væntanlega átt við konur sem voru kynlífsþrælar og þóknuðust nasistum og öðrum í fangabúðum með grimmdarlegum og þaulskipulögðum hætti. Rétt er að taka fram að heitið „joy division“ var aldrei notað á þeim tíma og er seinna tíma slangur. Hljómsveitin Þegar maður sér nafnið „joy division“ ...
Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?
Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...
Hvað eru náttúrlegar tölur?
Öll notum við tölur þegar við verslum, skiptum fólki í mismunandi lið, eða teljum kindur. Strangt til tekið notum við þó ekki alltaf sömu tölurnar þrátt fyrir að okkur finnist það kannski. Til dæmis notum við heilu tölurnar þegar við kaupum í matinn, ræðu tölurnar þegar við skiptum fólki í lið, og náttúrlegu tölur...
Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...
Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?
Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...
Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?
Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...
Hver eru helstu einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli?
Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; ...