Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1408 svör fundust
Hvað er talkúm?
Talkúm og talk Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum kerami...
Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?
Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spán...
Hvað merkir 'stútungskerling' og er sambærilegt orð til um karla?
Stútungur er algengt heiti á meðalstórum þorski, 45–70 cm stórum en ekki fullvöxnum. Í yfirfærðri merkingu er orðið notað um konur og þá ýmist sem fyrri liður á undan -kerling eða -kvenmaður. Átt er við allstóra eða fyrirferðarmikla konu, oftast á miðjum aldri. Ef -kerling er síðari liðurinn er orðið stútungskerl...
Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?
Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...
Í hvaða kút hrekk ég?
Ef sagt er um einhvern að hann hafi hrokkið í kút er átt við að honum hafi brugðið illilega, orðið mjög bilt við. Einnig er þekkt að skreppa í kút (samanber að skreppa saman) og að hrökkva í kuðung um hið sama. Orðasambandið að hrökkva í kuðung virðist heldur eldra en um það á Orðabók Háskólans dæmi frá því laust ...
Hvað er gagnrýnin hugsun? - Myndband
Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...
Hvað segja ritheimildir um landnám fýls á Íslandi?
Stutta svarið Í fornritum miðalda er lítið minnst á fugla og fýls er þar aðeins getið tvisvar sinnum. Brot úr eggjaskurn frá 10. og 12. öld hafa fundist í Mývatnssveit og talið er líklegt að þau séu úr fýlsvarpi. Ekki er þó vitað hvort varp hafi verið samfellt hér á landi frá þeim tíma. Miðað við ritheimildir 1...
Er það rétt að Grindavík sé á Mars?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...
Hvernig eltir maður einhvern á röndum?
Öll spurninginn hljóðaði svona: Hvað merkir það að elta einhvern á röndum? Er eitthvað vitað um uppruna þess? Orðasambandið að elta einhvern á röndum merkir að ‘elta einhvern hvert sem hann fer, vera sífellt á hælum einhvers’. Það þekkist frá síðari hluta 19. aldar. Rönd merkir ‘brún, jaðar; rák’ og í fornu...
Hver er uppruni orðtækisins 'rúsínan í pylsuendanum'?
Spurningin í heild var sem hér segir:Hver er uppruni orðtækisins rúsínan í pylsuendanum? Hefur það einhvern tíma verið til siðs að setja rúsínu í pylsur? Í söfnum Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðasambandið rúsínan í pylsuendanum úr nútímamáli. Eldri dæmi eru þó til um rúsínu í endanum um eitthvað gott, eitthva...
Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?
Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri? Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomu...
Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?
Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar. Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæsk...
Ég rakst á orðið hjartlendi í texta fyrir skömmu. Ég þekki ekki þetta orð og langar að vita hvað það merkir.
Orðið hjartlendi virðist nýleg tökumyndun í íslensku og er fyrirmyndin orðið heartland í ensku. Fyrri liðurinn í ensku heart merkir ‛hjarta’ og samsetta orðið ‛kjarni lands eða byggðar, mikilvægt landsvæði’. Íslenska orðið er myndað á sama hátt. Það er enn það ungt í málinu að það finnst ekki í Íslensk...
Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri? - Myndband
Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...
Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?
Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243). Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaf...