Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 585 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?

Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...

category-iconJarðvísindi

Hvernig eru hraun flokkuð?

Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...

category-iconHugvísindi

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?

Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconLæknisfræði

Hvað er apabóla?

Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Flest tilfelli á síðustu áratugum hafa greinst í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (e. Democratic Republic of the Congo, DRC) og Nígeríu. Sjúkdómurinn er vegna veirusýkingar en orsakaveiran kallast apabóluveira (e. monkeypo...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um borgina Medína Azahara?

Borgin Medína Azahara kallast öðru nafni Madīnat al-Zahrā. Nafnið þýðir bókstaflega hin skínandi borg og var hún höfuðborg Al-Andalus á tímum Umayyad-kalífadæmisins. Borgin var 112 hektarar, staðsett í 5 km beinni loftlínu norðvestur af Córdoba á suðurhlíð Djabal al-Arūs, það er „Brúðarfjallinu“, vi...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconSálfræði

Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?

Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...

category-iconJarðvísindi

Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi? Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæði...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconEfnafræði

Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...

category-iconLífvísindi: almennt

Mun bóluefni við COVID-19 nokkuð virka á alla stofna veirunnar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, er það ekki rétt að inflúensa er margir stofnar og bóluefni miðast við að koma í veg fyrir að fólk smitist af einhverjum tilteknum stofnum. Nú er talað um að það séu margir stofnar af COVID í gangi í heiminum, og fer fjölgandi með stökkbreytingum. Gildir ekki það sama ...

category-iconTrúarbrögð

Eru guðstrú og vísindahyggja með öllu ósamrýmanleg?

Stutta svar höfundar er nei, það er guðstrú og vísindahyggja eru ekki með öllu ósamrýmanleg. Svar við spurningunni er þó umdeilanlegt og hlýtur að vera háð reynsluheimi og jafnvel trú eða trúleysi þess sem svarar. Í því tilliti er rétt að taka fram að umrætt svar er frá raunvísindamanni á sviði efna- og eðlisfræði...

Fleiri niðurstöður