Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur

Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi?

Heimildir um galdraiðkun á Íslandi eru ýmiss konar. Um þau galdramál sem háð voru fyrir dómstólum eru Alþingisbækur traustustu heimildirnar auk þeirra héraðsdómsskjala sem varðveist hafa (dóma- og þingbækur). Þar sem þeim heimildum sleppir hafa annálar, bréfabækur, prestastefnubækur og máldagar einnig reynst haldb...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?

Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?

Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er regla Bells? Er hægt að nota hana til að afsanna óraunverulegar veraldir?

Spurningin í heild var upphaflega sem hér segir:Hver er Bells-reglan (Bell's theorem). Er hægt að nýta hana til að afsanna allar óraunverulegar veraldir fyrir utan þá sem við skynjum daglega, t.d. draumheima og aðra ,,andaheima"?Árið 1935 gaf Albert Einstein út grein ásamt tveimur starfsfélögum sínum, þar sem þeir...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?

Þessu er auðvelt að svara á þá leið að sjávarföll hafa þegar verið virkjuð á ýmsum stöðum á jörðinni. Meðal annars er hægt að gera það svipað og spyrjandi hefur í huga, með því að stífla fjarðar- eða ármynni þar sem munur á flóði og fjöru er mikill og láta sjávarfallastrauminn um stífluna knýja rafala svipað og þe...

category-iconFélagsvísindi

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?

Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Espresso, expresso, espressó, expressó eða þrýstikaffi, hvaða orð á eiginlega að nota á íslensku?

Heitið espresso á uppruna sinn á Ítalíu. Það merkir bókstaflega ‘það sem pressað er út’. Ítalska orðið er leitt af lýsingarhætti þátíðar í latínu, expressus (af sögninni exprimere ‘þrýsta út’). Það hefur borist um hinn vestræna heim í myndinni espresso. Þannig er það notað í Norðurlandamálum, þýsku og ensku svo dæ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...

category-iconHugvísindi

Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?

Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um hö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það stendur í BÍN að blóðmör sé karlkynsorð. Ég er ættaður frá Vestfjörðum og hef alltaf notað þetta sem kvenkynsorð. Er bæði notað, eða er bara eitt sem er rétt. Ég vann í tæpa fimm áratugi á Orðabók Háskólans, síðar orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sú...

category-iconVísindi almennt

Hvað segja vísindin um yfirnáttúrleg fyrirbæri?

Í Íslenskri orðabók frá 2002 er eftirfarandi skýring gefin á orðinu yfirnáttúrlegur:sem er (virðist) óháður lögmálum náttúrunnar – yfirskilvitlegur, sem samræmist ekki almennri þekkingu á náttúrulögmálumÞar sem lögmál náttúru og samfélags eru rauði þráðurinn í vísindum felst þannig nánast í orðunum að svokölluð yf...

category-iconFornleifafræði

Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...

category-iconVísindavefurinn

Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...

Fleiri niðurstöður