Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhópi fyrir alvarlegum veikindum vegna COVID-19?
Upprunaleg spurning Valgerðar var: Hversu margir Íslendingar eru í áhættuhóp fyrir COVID-19? Ég velti þessu fyrir mér því raddir verða sífellt háværari um að minnka höft vegna veirunnar og vernda viðkvæma hópa en samkvæmt ónákvæmum útreikningum mínum eru t.d. að minnsta kosti fjórðungur fullorðinna í áhættuhóp bar...
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“? Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-li...
Hvað er embætti sýslumanns gamalt og hvað var yfirvaldið kallað fyrir það?
Fram yfir miðja 13. öld, á svonefndum þjóðveldistíma, réðu goðar yfir héruðum landsins og ekki er hægt að tala um miðstjórnarvald að öðru leyti en því að þeir komu með þingmönnum sínum til fundar á alþingi á Þingvöllum á sumrum, enda giltu ein lög í landinu sem nú ganga undir nafninu Grágás. Eftir að íslenskir höf...
Er gott og gilt að nota orðið fríkeypis í staðinn fyrir ókeypis?
Orðið fríkeypis er ekki að finna í neinum orðabókum en sést samt stundum á prenti og merking þess er þá yfirleitt augljós af samhengi – það merkir ‘án endurgjalds’ og er augljóslega samsláttur orðanna frí(tt) og ókeypis sem bæði eru notuð í þessari merkingu. Þetta orð er ekki nýtt – elsta dæmi sem ég finn um það e...
Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...
Hvers konar steintegund kæmi upp ef Eyjafjallajökull skyldi gjósa og hvernig gos eru tengd þeirri steintegund?
Hér mun vera átt við bergtegund fremur en steintegund. Þegar Eyjafjallajökull gaus síðast, árið 1821-23 var kvikan ísúr til súr (andesít til dasít), líkt og í Heklu. Slík bergkvika er svo seigfljótandi að hún veldur sprengigosum. Gosið 1821-23 varð á um 2 km langri sprungu í toppgígnum, gosmökkurinn reis hátt ...
Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...
A: Setning B er lygi. B: Setning A er sönn. Getur þetta nokkurn tímann gengið upp?
Flestir heimspekingar eru sammála um að þetta geti ekki gengið upp ef það að ganga upp þýðir að báðar setningar hafi ákveðið sanngildi, það er að hvor setning um sig sé annað hvort sönn eða ósönn. En skiptir svona lagað einhverju máli? Er það eitthvert vandamál að setningar eins og(A) Setning B er lygi (B) Set...
Hefur það svipuð áhrif á ungviði mismunandi dýrategunda að alast upp án eldri einstaklinga sömu tegundar?
Þar sem reynsla og félagslegt uppeldi skiptir máli hjá fjölmörgum tegundum fugla og spendýra hefur það óneitanlega mikil áhrif á félagsmótun og jafnvel hæfni einstaklinga hvort þeir alast upp meðal eldri einstaklinga eða ekki. Það er þó erfitt að átta sig á hvort ungviði ólíkra dýrategunda verði fyrir svipuðum áhr...
Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?
Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr...
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Hvernig er veghalli reiknaður og hvað táknar prósentutalan sem gefin er upp á skiltum í brekkum?
Hér til hliðar má sjá viðvörunarmerki sem varar við brattri brekku upp á við. Sambærilegt merki er til fyrir bratta brekku niður. Á merkinu er halli brekkunnar gefinn upp sem prósenta. En hvað segir prósentutalan okkur? Prósentan gefur til kynna hversu mikið vegurinn hækkar sem hlutfall af láréttri lengd. Þetta...
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...
Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?
1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...