Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 759 svör fundust
Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona). Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum ...
Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?
Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddarg...
Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...
Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?
Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...
Finnast kolvetni í mat?
Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...
Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?
Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...
Hvernig er plast endurunnið?
Einnig var spurt:Hvernig er plast endurunnið hér á landi? Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chlori...
Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?
Það er mjög einföld skýring á því hvaðan heitið Mona Lisa kemur. Nafngiftin birtist fyrst á prenti árið 1550, í riti ítalska listamannsins Giorgio Vasaris (1511-1574) um ævisögur listamanna. Í kafla um Leonardó da Vinci segir þetta: Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa s...
Eru til skordýr sem éta maura?
Flestir hafa heyrt um maurætur sem brjóta upp maurabú með sterkum klóm og sópa maurum upp með langri tungu sinni. En eru rándýr meðal skordýra sem éta maura? Margar tegundir skordýra eru rándýr sem éta önnur dýr til að lifa af. Þekktastar eru bjöllur, sporðdrekar og köngulær sem geta verið mikilvirk rándýr í sínum...
Er hægt að vinna liþín úr jörðu á Íslandi?
Svarið er nei, af ástæðum sem nú skal greina. Liþín (litín, e. lithium, Li) er numið að langmestu leyti úr liþín-ríkum pækli í uppgufunarseti, og úr pegmatít-bergi,[1] en hvorugt er að finna á Íslandi. Aðrar liþín-lindir (e. sources) eru hlutfallslega minni háttar. Áhugavert dæmi má þó nefna um salt-tengd jarðh...
Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?
Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...
Gátu allir á Íslandi skrifað í gamla daga?
Stutta svarið er nei, það gátu ekki allir skrifað í gamla daga. Langa svarið er svolítið flóknara því það skiptir máli hvenær „gamla daga“ var og einnig hvað átt er við með því að kunna að skrifa. Ef farið er langt aftur í aldir, svo sem til miðalda, var skriftarkunnátta fyrst og fremst forréttindi valdhafa, m...
Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?
Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...
Af hverju verður maður pirraður? Hvað er pirri?
Ef litið er í íslenska orðabók má lesa að sögnin að „pirra“ merki að espa eða æsa og orðið „pirraður“ er skýrt sem taugaspenntur eða viðkvæmur á taugum. Í Orðabók Máls og menningar er sett spurningamerki við orðin 'pirra' og 'pirrur' sem merkir að þau þykja óæskileg í málinu. Orðið pirraður er ekki mikið notað í r...
Hvað er alkóhólismi?
Upphaflegar spurningar voru þessar: Hvað er alkóhólismi/áfengissýki og af hverju mæta þeir sem haldnir eru þeirri veiki svo miklum fordómum í þjóðfélaginu? (Hlín) Getið þið skilgreint alkóhólisma? (Bergvin) Er alkahólismi og eiturlyfjafíkn sjúkdómur? (Hjörtur) Er áfengissýki arfgeng? (Sigríður) Áfengisfíkn ...