Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig er best að nota orðið krakkar, eru unglingar ennþá krakkar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan dag. Langar að forvitnaðst um orðið krakkar. Nota það hér á heimilinu fyrir unglingana hér alla hvort sem þau eru 16 ára til 21 árs gömul. Hvernig skal nota það og er það aldurskipt? Væri betra að segja unglingar? Orðið krakki er í Íslenskri orðabók (2002: 812) ...
Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...
Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning? Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni. Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingu...
Nýr samningur undirritaður um samstarf á milli HHÍ og HÍ um starfsemi Vísindavefsins
Nýlega var undirritaður samningur um áframhaldandi stuðning Happdrættis Háskóla Íslands og Háskóla Íslands við Vísindavef HÍ. Happdrætti Háskólans og Háskóli Íslands eru aðalstyrktaraðilar Vísindavefsins og stuðningur þeirra tryggir grunnrekstur vefsins. Vísindavefur Háskóla Íslands varð 20 ára á þessu ári og h...
Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?
Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhin...
Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? A) að ganga þrjú B) rúmlega hálf þrjú Við hjónin erum ekki sammála. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orð...
Hvaða mánuði er hægt að veiða grjótkrabba til matar við strendur Faxaflóa?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) veiðist í gildrur nánast allt árið um kring við strendur Faxaflóa en þó í mismiklu magni eftir árstíðum og mánuðum. Samkvæmt rannsóknum hjá Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknastofnun, hefur mesta veiðin verið síðsumars og fram eftir vetri. Hel...
Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...
Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...
Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...
Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?
Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...
Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?
Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...
Eru skrímsli til?
Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...
Hvers vegna eru fríhafnir til?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...
Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?
Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, h...