Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4362 svör fundust
Hvað tekur um það bil langan tíma að fljúga frá Íslandi til Frakklands?
Þegar ferðatími flugfélaga frá Keflavík til Parísar, höfuðborgar Frakklands, er skoðaður sést að það tekur tæplega 3 klukkustundir og 30 mínútur að fljúga þar á milli. Einnig er hægt að skoða hve langt er á milli Keflavíkur og Parísar og hve hratt farþegaflugvélar fljúga. Hér verður þó að hafa í huga að flugvé...
Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?
Reglan er að hvor og annar beygjast ekki saman. Hvor stendur í sama falli og gerandinn, það er sá sem við er átt, og er það oftast nefnifall en annar beygist í föllum. Ef við lítum á dæmið strákarnir börðu hvor annan stendur hvor í sama falli og sá sem vinnur verknaðinn, er gerandinn, í þessu tilviki strákarni...
Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Hvaða reglur gilda um orðið „að“? Er til dæmis „þegar að hann“ og „ef að hann“ ekki meira talmál en rétt málfar? Þegar og ef sem spurt er um teljast til samtenginga. Þegar er tíðartenging og ef skilyrðistenging. Margar fleiri samtengingar eru notaðar í íslensku, til dæmi...
Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell?
Í Landnámabók er heiti fjallsins Gunnólfsfell, það er sem sé kennt beint við Gunnólf sjálfan. Í sama riti er víkin kölluð Gunnólfsvík. Mynd sem sýnir eyðibýlin Sóleyjarvelli og Gunnólfsvík. Gunnólfsvíkurfjall sést efst til hægri. Á einhverjum tímapunkti hefur það gerst að menn fara að kenna svo fjallið við v...
Er maðkategundirnar Eisenia Foetida (Red Wiggler), Dendrabaena Veneta (Dendras) og Lumbricus Terrestris (Lobs) að finna í íslenskri náttúru?
Liðskiptir ormar með stórt lífhol teljast til fylkingar liðorma (Annelida) sem venjulega er skipt í þrjá flokka: burstaorma (Polychaeta), blóðsugur (Hirudinea) og Oligochaeta sem ýmist hafa verið nefndir ánar eða fáburstungar á íslensku. Jarðvegsormar þeir, sem við nefnum ánamaðka í daglegu tali, tilheyra allir æ...
Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?
Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...
Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?
Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...
Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?
Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...
Getur maður orðið sólbrúnn í gegnum gler?
Eins og kemur fram í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól? eru það útfjólubláir geislar sólarinnar sem virkja litfrumur í húðinni og valda því að húðin dekkist og verður sólbrún. Útfjólublátt ljós er rafsegulgeislun með öldulengdina 100-400 nm ...
Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hver var Marcus Quintilianus? (Svana) Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth) Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamó...
Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?
Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...
Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...
Af hverju kemur vetur?
Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...
Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?
Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...
Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna?
Fjöldi fólks hefur sent okkur spurningar þessa efnis. Spyrjendur auk Gests eru þau Gunnar Arnarson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Björn Rafnsson, Sandra Guðlaugsdóttir og Jói Gunnarsson.Svefninn er lífeðlisfræðilegt fyrirbrigði sem mikið hefur verið rannsakað en ekki er þó þekkt til hlítar enn. Hins vegar hafa rannsók...