Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1321 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til síams-kindur?

Síamstvíburar eða samtengdir tvíburar (e. conjoined twins) eru tvíburar sem eru samvaxnir við fæðingu. Þetta gerist þegar okfrumu eineggja tvíbura tekst ekki að skipta sér fullkomlega í tvennt. Nánar er fjallað um síamstvíbura í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hákarlar með heitt blóð?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Eru mörgæsir með kalt blóð? kemur fram að í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um höfrungategundirnar létti og rákaskoppara?

Léttir (Delphinus delphis) er smávaxin höfrungategund. Hann er grannvaxinn og afar straumlínulaga líkt og einkennandi er fyrir flestar tegundir höfrunga. Trýnið er langt og mjótt og vel aðgreint frá háu enninu. Léttir er svartur eða dökkgrár að ofan með hvítan kvið. Höfrungar af þessari tegund eru mikil hópdýr og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?

Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur einhver lífvera á jörðinni loðið nef?

Nefið gegnir lykilhlutverki við öndun. Hjá fjölmörgum dýrategundum er nefið einnig mikilvægur þáttur í hitastjórnun. Flest dýr, svo sem apar, rándýr, hófdýr og klaufdýr, hafa hárlaus nef. Það er þó ekki án undantekninga því til eru dýr með loðin nef. Má þar til að mynda nefna sunnlenska loðtrýnisvambann (Lasiorhin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar skordýrategundir í heiminum?

Eins og fram kemur svari eftir Gísla Má Gíslason við spurningunni Hvaða áhrif hefði það fyrir lífið á jörðinni ef öllum skordýrum væri eytt? eru þekktar tegundir skordýra um ein milljón talsins. Vísindamenn áætla hins vegar að í raun og veru séu tegundirnar um fimm milljónir. Þær tegundir sem enn hefur ekki verið ...

category-iconLandafræði

Hver er yngsta þjóð í heimi?

Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?

Með lögleiðingu almenns kosningaréttar var stigið stórt skref í átt til lýðræðis á Íslandi. Það skiptir því miklu máli að vita hvenær og hvernig þessi réttur varð til. Í aðdraganda 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna 2015 urðu nokkur skoðanaskipti á opinberum vettvangi um hvenær kosningaréttur varð almennur og h...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

category-iconJarðvísindi

Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?

Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Gerir prótín eitthvað annað en byggja upp vöðva?

Prótín eru stórar og flóknar sameindir gerðar úr byggingareiningum sem kallast amínósýrur. Allar frumur innihalda prótín í mismiklu magni en þar gegna þau bæði hlutverki byggingarefnis og vinnueininga. Nokkur hundruð amínósýrur eru þekktar en aðeins 20 eru notaðar til að smíða prótín. Amínósýrur tengjast saman með...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni þetta: Rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sýna að veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum. Hægfara breytingar á veirunni og endurröðun erfðaefnisins gerði henni síðan kleift að berast til manna og að lokum að smitast...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er vitrasta dýr í heimi, fyrir utan manninn?

Flestir fræðimenn eru sammála um það að ekkert samband virðist vera á milli stærðar heila og greindar hjá tegundum. Búrhvalur syndir um með þyngsta heila sem þekkist hjá núlifandi dýri eða um 7,6 kg og heili asíska fílsins er um 7,5 kg, sá þyngsti í landdýri, heili afríska fílsins er um 5,4 kg. Meðalþyngd mannshei...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...

Fleiri niðurstöður