Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1929 svör fundust
Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?
Það er deginum ljósara að líf eins og við þekkjum það á jörðinni þarfnast vatns. Líf jarðarinnar hefur þróast í vatni og með vatni og lífverur hafa lært að nýta sér hina sérstöku eiginleika þessa vökva. Vatn, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðile...
Hvort snýst jörðin 15,00 eða 15,04 gráður á klukkustund?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Jörðin snýst 360 gráður á sólahring, þar af leiðandi 15 gráður á klst. Nú var ég að lesa í bók að jörðin snúist 15,04 gráður á klst. Ef það er rétt þá ætti hún að hafa farið einni gráðu lengra á 20 klst. og þar af leiðandi ætti 12 á hádegi að birtast okkur sem 12 á miðnætti e...
Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?
Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...
Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?
Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar l...
Hvernig myndast stuðlaberg?
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...
Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?
Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti. Kolefni (...
Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?
Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...
Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?
Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óski...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...
Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?
Ómögulegt er að fullyrða hvaða eldfjall hefur gosið oftast því nákvæmar mælingar á eldgosum eru nýlegt fyribæri. Virkasta eldfjall heims heitir Kilauea og er á eyjunni Hawaii, sem er ein af eyjunum sem mynda Hawaii-eyjaklasann. Kilauea á Hawaii er eitt virkasta eldfjall í heimi. Nú síðast hófst gos þar 20. desemb...
Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar óperur?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Sápuóperur heita sápu-óperur vegna þess að sápufyrirtæki styrktu þær, en hvers vegna óperur? Fólk syngur ekki í þeim. Sögu sápuópera má rekja til ársins 1932 að fyrstu dramatísku þáttaraðirnar, sem kalla má sápuóperunafninu, voru sendar út í ljósvakann á bandarískum útvar...
Hvers vegna er Andrés Önd alltaf með handklæði vafið utan um sig þegar hann kemur úr sturtu?
Vissulega kemur þessi blygðunarkennd Andrésar undarlega fyrir sjónir, í ljósi þess að hann er alla jafna berrassaður. Sumir hafa haldið því fram að teiknarinn setji handklæðið þarna til að gera lesendum Andrésblaðsins það ljóst að Andrés sé að koma úr sturtu. Ef hann væri teiknaður nakinn gæti lesandinn haldið að ...
Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?
Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Hvernig barst riðuveiki til Íslands?
Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var hingað frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan hinum enska hrúti, sem var af nýju og spennandi kyni. Veikin virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 7...